Fiðlan hans Björns Bjarki Bjarnason skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Grein þessari fylgir ljósmynd af fiðlu Björns Ólafssonar en hann var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, árið 1934. Björn var afburða listamaður, hans beið mikill frami erlendis þegar örlögin gripu í taumana og hann vann allan sinn starfsaldur á Íslandi. Fiðlan hans Björns er einn af þeim merkisgripum sem varðveittir eru á Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi sem tók til starfa árið 2009, eftir að samningur hafði verið undirritaður milli bæjarins og ráðuneytis menntamála. Innan veggja þess hafa Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson unnið einstakt frumkvöðlastarf á sviði íslenskrar tónlistarsögu með söfnun heimilda og gripa, móttöku gesta og sýningarhaldi; meðal annars hefur Tónlistarsafnið byggt upp gagnagrunn um íslenskan tónlistar- og menningararf, ismus.is, í samvinnu við Árnastofnun. En nú kveður skyndilega við nýjan tón: Kópavogsbær hyggst leggja niður annað stöðugildi safnsins og húsakosturinn fer sömu leið. Þar með verður Tónlistarsafn Íslands í raun og veru lagt niður, með eitt stöðugildi og enga sýningaraðstöðu eru dagar þess taldir. Hvað skyldi verða um fiðluna hans Björns ef þessar undarlegu hugmyndir verða að veruleika? Það er brýnt að þessum slysalegu áformum verði afstýrt og benda má á að nú fer fram undirskriftasöfnun gegn þeim á Netinu. Nauðsynlegt er að ríkisvaldið og Kópavogsbær taki höndum saman við að leysa málið; framtíð Tónlistarsafns Íslands er ekki einkamál ríkis og Kópavogsbæjar, hún snertir menningararf og sögu okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Grein þessari fylgir ljósmynd af fiðlu Björns Ólafssonar en hann var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, árið 1934. Björn var afburða listamaður, hans beið mikill frami erlendis þegar örlögin gripu í taumana og hann vann allan sinn starfsaldur á Íslandi. Fiðlan hans Björns er einn af þeim merkisgripum sem varðveittir eru á Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi sem tók til starfa árið 2009, eftir að samningur hafði verið undirritaður milli bæjarins og ráðuneytis menntamála. Innan veggja þess hafa Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson unnið einstakt frumkvöðlastarf á sviði íslenskrar tónlistarsögu með söfnun heimilda og gripa, móttöku gesta og sýningarhaldi; meðal annars hefur Tónlistarsafnið byggt upp gagnagrunn um íslenskan tónlistar- og menningararf, ismus.is, í samvinnu við Árnastofnun. En nú kveður skyndilega við nýjan tón: Kópavogsbær hyggst leggja niður annað stöðugildi safnsins og húsakosturinn fer sömu leið. Þar með verður Tónlistarsafn Íslands í raun og veru lagt niður, með eitt stöðugildi og enga sýningaraðstöðu eru dagar þess taldir. Hvað skyldi verða um fiðluna hans Björns ef þessar undarlegu hugmyndir verða að veruleika? Það er brýnt að þessum slysalegu áformum verði afstýrt og benda má á að nú fer fram undirskriftasöfnun gegn þeim á Netinu. Nauðsynlegt er að ríkisvaldið og Kópavogsbær taki höndum saman við að leysa málið; framtíð Tónlistarsafns Íslands er ekki einkamál ríkis og Kópavogsbæjar, hún snertir menningararf og sögu okkar allra.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar