Ungverski tökumaðurinn: Segist hafa verið hrædd og verið að verja sig Atli ísleifsson skrifar 11. september 2015 07:43 Petra László segir eitthvað hafa "brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. Ungverski tökumaðurinn Petra László sem náðist á mynd þar sem hún sparkaði til og brá fæti fyrir flóttamenn við Röszke fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hún segir eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. László var rekin frá stöðinni N1TV eftir að myndir af atvikunum birtust á netinu. Í bréfi til blaðsins Magyar Nemzet segist László hafa verið í áfalli frá því á þriðjudaginn. Hún segist sjálf ekki vera „miskunnarlaus rasisti“ og ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði. Hún hafi einfaldlega verið gripin hræðslu þegar flóttamennirnir ruddust framhjá lögreglu. „Verið var að taka upp, fleiri hundruð flóttamanna ruddust framhjá lögreglu, og einn þeirra hljóp í áttina að mér og ég varð hrædd. Síðan brast eitthvað innra með mér. Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ segir László. Hún segist reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún sé þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar.“ László var rekin frá N1TV eftir að þýski blaðamaðurinn Stephan Richter birti myndskeið af gjörðum hennar í ungverska bænum Röszke við serbnesku landamærin. N1TV er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Ungverskir saksóknarar segja að mál verði höfðað gegn László.Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015 Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Ungverski tökumaðurinn Petra László sem náðist á mynd þar sem hún sparkaði til og brá fæti fyrir flóttamenn við Röszke fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hún segir eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. László var rekin frá stöðinni N1TV eftir að myndir af atvikunum birtust á netinu. Í bréfi til blaðsins Magyar Nemzet segist László hafa verið í áfalli frá því á þriðjudaginn. Hún segist sjálf ekki vera „miskunnarlaus rasisti“ og ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði. Hún hafi einfaldlega verið gripin hræðslu þegar flóttamennirnir ruddust framhjá lögreglu. „Verið var að taka upp, fleiri hundruð flóttamanna ruddust framhjá lögreglu, og einn þeirra hljóp í áttina að mér og ég varð hrædd. Síðan brast eitthvað innra með mér. Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ segir László. Hún segist reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún sé þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar.“ László var rekin frá N1TV eftir að þýski blaðamaðurinn Stephan Richter birti myndskeið af gjörðum hennar í ungverska bænum Röszke við serbnesku landamærin. N1TV er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Ungverskir saksóknarar segja að mál verði höfðað gegn László.Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015
Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54