Erlent

Fundu tíu höfuðlaus lík

Líkin sem fundust í gær báru merki þess að fórnarlömbin hafi verið pyntuð grimmilega áður en þau voru myrt.
Líkin sem fundust í gær báru merki þess að fórnarlömbin hafi verið pyntuð grimmilega áður en þau voru myrt. vísir/Reuters
Lögreglumenn í Mexíkó fundu í gær tíu lík í ríkinu Guerrero sem öll voru verið afhöfðuð.

Morð eru daglegt brauð í ríkinu en á sama svæði hurfu 43 kennaranemar sporlaust sem höfðu verið að mótmæla bágum kjörum kennara.

Líkin sem fundust í gær báru merki þess að fórnarlömbin hafi verið pyntuð grimmilega áður en þau voru myrt. Ekki þykir líklegt að líkin séu af nokkrum þeirra stúdenta sem saknað er en hvorki hefur fundist tangur né tetur af þeim þrátt fyrir mikla leit.

Saksóknarar segja líklegast að spilltir lögreglumenn hafi handtekið fólkið og látið það í hendur glæpamanna sem hafi svo myrt það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×