Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag.
„Hann er ekki með af persónulegum ástæðum. Hann flaug til Spánar í morgun til móts við fjölskyldu sína," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Þjálfarinn býst þó við því að fá fyrirliðann sinn aftur um borð í hópinn fljótlega.
„Við reiknum með því að hann komi aftur til móts við hópinn í Danmörku um helgina að öllu óbreyttu."
Landsliðið heldur utan á morgun en framundan eru þrír leikir á æfingamóti.
Ísland spilar gegn Svíum í Svíþjóð á föstudag og svo eru leikir gegn Dönum og Slóvenum í Danmörku yfir helgina.
Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum

Tengdar fréttir

Erlingur fer ekki með Íslandi á HM
Íslenska landsliðið verður án annars af tveimur aðstoðarþjálfurum liðsins á heimsmeistaramótinu.

Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM
Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar.

Aron byrjar að skera niður um helgina
Íslenska landsliðið í handknattleik heldur utan á morgun þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir HM fer fram í Svíþjóð og Danmörku.