Erlent

Björguðu konu úr skorsteini fyrrverandi kærastans

Atli Ísleifsson skrifar
Tvo tíma tók að bjarga konunni úr skorsteininum.
Tvo tíma tók að bjarga konunni úr skorsteininum. Mynd/Slökkvilið í Riverside County
Slökkviliðsmenn í Riverside-sýslu í Kaliforníu þurftu að bjarga konu sem hafði fests í skorsteini húss fyrrverandi kærasta síns um síðustu helgi.

23 slökkviliðsmenn unnu að því í tvo tíma að bjarga konunni sem hafði reynt að komast inn á heimili mannsins um skorsteininn með þeim afleiðingum að festast.

Maðurinn og eigandi hússins segir í samtali við NBC4 að hin 35 ára kona sé fyrrverandi kærasta sín og að þau eigi saman barn. Þau hafi þó slitið samvistum og hún hafi aldrei búið í því húsi sem hún reyndi að komast inn í.

Mynd/Slökkvilið í Riverside County
Mynd/Slökkvilið í Riverside County
Mynd/Slökkvilið í Riverside County
Mynd/Slökkvilið í Riverside County



Fleiri fréttir

Sjá meira


×