Erlent

Bretar auka skimanir á farþegum vegna ebólu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk tekur á móti konunni.
Heilbrigðisstarfsfólk tekur á móti konunni. vísir/ap
Breska hjúkrunarkonan sem greindist með ebólu í síðustu viku eftir að hún kom til Bretlands frá Síerra Leóne er enn í lífshættu en líðan hennar er þó stöðug. Konunni hefur verið gefið nýtt tilraunarlyf gegn ebólu og í fyrstu var talið að hún væri á batavegi en síðan fór líðan hennar hratt versnandi.

Ekkert óeðlilegt kom í ljós þegar konan var skimuð á Heathrow flugvelli við komuna til Bretlands í síðasta mánuði og þess vegna fékk hún að fljúga áfram til Skotlands.

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að auka skimun á farþegum sem koma frá þeim svæðum þar sem ebólufaraldurinn hefur geisað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×