Erlent

Gefa út tól til að brjótast inn í iCloud reikninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Hakkarar þurfa póstfang sem tengt er iCloud reikningi til að geta brotist inn.
Hakkarar þurfa póstfang sem tengt er iCloud reikningi til að geta brotist inn. Skjáskot
Hakkarar hafa gefið út tól sem þeir segja að mögulegt sé að nota til að brjótast inn í hvaða iCloud reikning sem er. Á síðunni sem tólið er fáanlegt segir að það nýti „augljósan“ galla og það hafi verið tímaspursmál hvenær hakkarar hafi notað hann til að brjótast inn í reikninga fólks.

Á vef Business Insider segir að ekki hafi verið staðfest að tólið virki sem skildi, en notendur Twitter og Reddit segja það virka.

Hakkarar brutust inn í iCloud reikninga fjölda frægra kvenna og stálu þaðan nektarmyndum og myndböndum í fyrra. Meðal þeirra sem myndir voru teknar af voru Jennifer Lawrence og Kate Upton.

Hakkarar þurfa póstfang sem tengt er iCloud reikningi til að geta brotist inn, en notendur geta reynt að verjast innbroti með því að breyta um póstfang. Þá er best að nota póstfang sem aldrei hefur verið gefið upp á netinu.


Tengdar fréttir

Apple herðir öryggi

Með því vill fyrirtækið draga úr því að fólk verði fyrir barðinu á óprúttnum aðilum, sem steli myndum og gögnum frá notendum snjalltækja sinna.

FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn

Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×