Erlent

Gerðu loftárásir á höfuðvígi Íslamska ríkisins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bandaríkin og Bandamenn þeirra gerðu fjölda loftárása í og við borgina Raqqa, sem er álitin höfuðborg Íslamska ríkisins, í Sýrlandi í nótt. Um er að ræða umfangsmestu árásir bandalagsins frá því að IS handsamaði flugmann frá Jórdaníu nærri borginni á aðfangadag.

Samtök sem kallast Raqqa is Silently Being Slaughtered, segja að 13 loftárásir hafi verið gerðar í nótt.Önnur samtök á svæðinu hafa einnig sagt frá árásunum, en ekki liggur fyrir með fjölda látinna.

Á miðvikudaginn gerði bandalagið alls 29 loftárásir í Sýrlandi og Írak. Þar af féllu sprengjur einnig nærri Raqqa og beindust þær gegn vígamönnum samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×