Bragðbætum lífið með smá mintu 19. janúar 2015 18:00 Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar. Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Sjá meira
Þegar Davíð Oddgeirsson, hugmyndasmiður og framleiðandi, Mint Productions, ferðaðist um Ísland síðasta sumar féll hann algjörlega fyrir fallegri náttúrunni og þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem í boði var. Hann segir hér frá hugmyndinni á bak við ferðaþættina Illa farnir, sem hófu göngu sína á Vísi fyrir jól. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað landið var fallegt og um leið hvað ég vissi raunar lítið um það. Þá kom upp sú hugmynd að gera netþáttaseríu þar sem einblínt er á hvern landsfjórðung í einu. Ég vildi strax ferðast meira og gera eitthvað eftirminnilegt úr þessum ferðalögum. Meðeigandi Mint Production, Arnar Þór Þórsson, tók vel í hugmyndina og við fengum annan félaga okkar, Brynjólf Löve Mogensson, með í verkefnið.“ Illa farnir er 16 þátta sería þar sem fjórir þættir verða helgaðir hverjum landsfjórðungi. „Við bara lögðum í hann með opinn huga fyrir að prófa sem flest. Innihald þáttanna verður eitthvað skipulagt en að sama skapi spilum við þetta bara eftir eyranu og stemningunni hverju sinni. Hver þáttur er aðeins í 7-8 mínútur þannig að þetta er mjög hæfileg lengd. Við leggjum upp með að blanda saman skemmtanagildi, fræðslu og fagurfræði.“ Þeir Davíð og Arnar eru engin nýgræðingar á þessu sviði. Saman gerðu þeir netþáttaseríuna Og hvað sem sýnd var á mbl.is á síðasta ári. „Við framleiðum líka myndefni fyrir önnur fyrirtæki hvort sem það séu viðburðir, tónleikar eða einhvers konar hátíðir. Svo er Arnar með drónaþjónustu og hefur verið að fljúga þyrlum eins og vindurinn uppá síðkastið. Það tvennt hefur því tekið mestan tíma okkar undanfarna mánuði en nú fannst okkur tími kominn á nýja netþáttaseríu þar sem við fáum að stjórna ferðinni og framleiðslunni.” Hingað til hafa strákarnir mest verið að stunda snjóbrettin og stofnaði Davíð m.a. snjóbrettaskóla í Bláfjöllum sem er starkfræktur á veturna við góðan orðstír. „Allt sem við erum að gera eru hlutir sem við höfum ástríðu fyrir. Við bragðbætum lífið með smá mintu og gerum hlutina á okkar eigin hátt. Einn af þessum hlutum er augljóslega að taka upp og framleiða myndefni. Þetta helst því svolítið í hendur, að ferðast um, gera hluti og festa herlegheitin á filmu í leiðinni.“ Búið er að sýna fjóra þætti frá ferðalagi þeirra félaga um Suðurlandið og næst tekur Norðurlandið við. Hægt er að nálgast alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir. Hægt verður að fylgjast með strákunum á helstu samfélagsmiðlunum, þ.á.m. Facebook og Instagram. Þar eru þeir mjög virkir á meðan á upptöku þáttanna stendur og leyfa áhorfendum að fylgjast með á rauntíma. Þeir hvetja fólk einnig til að fylgjast með þeim á Snapchat þar sem þeir nota nöfnin davidoddgeirs, binnilove, arnarthth.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá kynningarmyndband með efni þeirra félaga og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd tekinn á drónann sem Arnar stjórnar.
Illa farnir Video-kassi-lfid Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Sjá meira