Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 15. janúar 2015 11:53 Guðjón Valur og hinir strákarnir í landsliðinu þurftu að gefa mótshöldurum handarfarið sitt hér í Katar. Vísir/Eva Björk Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsin, var kátur þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska liðsins hér í Doha í Katar. „Þetta er fínt hótel. Maturinn er góður og hér er allt í góðum gír held ég. Það er engin ferðaþreyta í okkur - við erum bæði búnir að sofa vel og æfa,“ sagði hann en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Guðjón Valur missti af æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um síðustu helgi þar sem að hann þurfi að fara til síns heima í Barcelona með skömmum fyrirvara vegna veikinda sonar síns. „Þetta er alls ekki tilvalin undirbúningur en þetta er annað skiptið í röð sem ég lendi í þessu. Ég var meiddur fyrir EM í Danmörku í fyrra og tók bara síðustu æfinguna fyrir mót áður en ég spilaði svo mótið,“ segir hann. „En sonur minn lá veikur á spítala og ég sagði að ég kæmi ekkert fyrr en að hann kæmi út. Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta.“ „Ég veit hvaða starf ég á að vinna og hvað ég á að gera. Við höldum því áfram eins og hingað til,“ segir hann og bætir við að drengnum heilsast vel. Guðjón Valur svaraði einnig spurningum um sænska liðið en Ísland mætir Svíum í fyrsta leik Íslands í keppninni á morgun. „Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur að spila við hinar Norðurlandaþjóðirnar og Svíar eru með gott lið. Þetta eru hraðir leikir og ofsalega gaman að spila við Svía þó svo að þeir séu erfiðir við að eiga.“ Hann segir að vægi leiksins sé mikið, enda fyrsti leikurinn í riðlinum. „Það er klárt mál að við erum að berjast við Svía um sæti þó svo að við teljum okkur geta unnið alla - líka Frakka. En það er gríðarlega mikilvægt að koma sterkt inn í mót og senda ákveðin skilboð. Það viljum við gera með því að vinna Svía sem er spáð góðu gangi.“ „Við viljum stuða þá og láta þá horfa í rassgatið á okkur heldur en að við séum að elta þá. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsin, var kátur þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska liðsins hér í Doha í Katar. „Þetta er fínt hótel. Maturinn er góður og hér er allt í góðum gír held ég. Það er engin ferðaþreyta í okkur - við erum bæði búnir að sofa vel og æfa,“ sagði hann en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Guðjón Valur missti af æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um síðustu helgi þar sem að hann þurfi að fara til síns heima í Barcelona með skömmum fyrirvara vegna veikinda sonar síns. „Þetta er alls ekki tilvalin undirbúningur en þetta er annað skiptið í röð sem ég lendi í þessu. Ég var meiddur fyrir EM í Danmörku í fyrra og tók bara síðustu æfinguna fyrir mót áður en ég spilaði svo mótið,“ segir hann. „En sonur minn lá veikur á spítala og ég sagði að ég kæmi ekkert fyrr en að hann kæmi út. Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta.“ „Ég veit hvaða starf ég á að vinna og hvað ég á að gera. Við höldum því áfram eins og hingað til,“ segir hann og bætir við að drengnum heilsast vel. Guðjón Valur svaraði einnig spurningum um sænska liðið en Ísland mætir Svíum í fyrsta leik Íslands í keppninni á morgun. „Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur að spila við hinar Norðurlandaþjóðirnar og Svíar eru með gott lið. Þetta eru hraðir leikir og ofsalega gaman að spila við Svía þó svo að þeir séu erfiðir við að eiga.“ Hann segir að vægi leiksins sé mikið, enda fyrsti leikurinn í riðlinum. „Það er klárt mál að við erum að berjast við Svía um sæti þó svo að við teljum okkur geta unnið alla - líka Frakka. En það er gríðarlega mikilvægt að koma sterkt inn í mót og senda ákveðin skilboð. Það viljum við gera með því að vinna Svía sem er spáð góðu gangi.“ „Við viljum stuða þá og láta þá horfa í rassgatið á okkur heldur en að við séum að elta þá.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02
Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41