Erlent

Varð fyrir skoti lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Katrina Dawson og Teri Johnson létust í gíslatökunni.
Katrina Dawson og Teri Johnson létust í gíslatökunni. Vísir/AFP
Katrina Dawson, sem var ein af sautján gíslum sem Man Haron Monis hélt í gíslingu á Lindt Cafe í Sydney í desember, lést eftir að hafa orðið fyrir skoti lögreglumanns. Fjölmiðlar þar ytra segja þetta vera niðurstöðu opinberrar rannsóknar á árás lögreglu á kaffihúsið.

Gíslunum var haldið föngum í 16 klukkustundir áður en lögreglan réðst til inngöngu. Þá hafði maður að nafni Tori Johnson, reynt að taka byssuna af gíslatökumanninum, með þeim afleiðingum að hann var skotinn í höfuðið.

Sky News segir að samkvæmt rannsókninni hafi Katrina Dawson legið á gólfinu þegar lögreglan réðst inn. Kúla úr byssu lögreglumanns endurkastaðist af hörðu yfirborði og brot kúlunnar fór í hjarta Dawson. Annað endurkast lenti svo í öxl hennar.

Lögreglan hefur þó ekki enn tjáð sig um niðurstöðurnar.


Tengdar fréttir

Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing

Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti.

Greip í byssu Monis

Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×