Stjórnarmenn höfðu ekki hugmynd um millifærsluna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2015 18:31 Árni Oddur Þórðarson, Inga Jóna Þórðardóttir, Pálmi Haraldsson og Hreggviður Jónsson báru öll vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir Þrír þáverandi stjórnarmenn í FL Group vissu ekki af milljarða millifærslu af reikningi félagsins til Fons sem framkvæmd var í apríl 2005 fyrr en í júní. Þetta kom fram í vitnisburðum þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni. Stjórnarmennirnir þrír, Hreggviður Jónsson, Árni Oddur Þórðarson og Inga Jóna Þórðardóttir, sögðu sig öll úr stjórninni þann 30. júní 2005. Einn þeirra, Hreggviður, sagði fyrir dómi í dag að hann hafi meðal annars sagt sig úr stjórninni vegna umræddrar millifærslu. Hreggviður kvaðst ekki muna hvenær forstjóri félagsins, Ragnhildur Geirsdóttir, hafi sagt honum frá millifærslunni, en minnti þó að það hafi verið í byrjun júni. Kom fram í samtali þeirra að forstjórann grunaði að peningarnir hefðu farið til Fons. Hreggviður sagðist þó aldrei hafa séð neina staðfestingu á því fyrr en gögn voru borin undir hann í vitnaleiðslum hjá lögreglu. Inga Jóna kvaðst hafa fengið upplýsingar um millifærsluna frá Ragnhildi þann 30. júní 2005. Ragnhildur hafi þá greint henni frá því að peningar hafi horfið af reikningi félagsins í Lúxemborg og hún vildi að Inga Jóna vissi af þessari færslu sem Ragnhildur hafði ekki fengið neinar skýringar á. Sjá einnig: „Pönkuðust" í Hannesi út af millifærslunniEkki stóð til að FL Group tæki þátt í kaupum Fons á Sterling Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Fons á þeim tíma sem meint brot átti sér stað og stjórnarmaður í FL Group, gaf einnig skýrslu fyrir dómi í dag. Hann kvaðst á vormánuðum hafa þekkt til Hannesar Smárasonar en ekki mikið meira en það. Hann sagði þá ekki hafa haft nein áform um það að FL Group tæki þátt í kaupum Fons á Sterling-flugfélaginu en í ákæru kemur fram að sama dag og millifærslan var framkvæmd var peningunum skipt yfir í danskar krónur á reikningi Fons. Nam upphæðin þá rúmlega 260 milljónum danskra króna. Fons hafi svo í framhaldinu tekið 375 milljónir danskra króna af reikningnum og millifært á þáverandi eiganda Sterling. Pálmi þvertók hins vegar fyrir að til hafi staðið að FL Group tæki þátt í kaupunum, eins og saksóknari telur, en hann bar ýmis gögn undir Pálma því til sönnunar sem Pálmi kvaðst ekki kannast við. Þá sagðist hann ekki muna mikið varðandi ýmis atriði málsins þar sem langt væri um liðið. Málflutningur fer fram á morgun og málið verður síðan dómtekið. Verði Hannes Smárason fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi. Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Þrír þáverandi stjórnarmenn í FL Group vissu ekki af milljarða millifærslu af reikningi félagsins til Fons sem framkvæmd var í apríl 2005 fyrr en í júní. Þetta kom fram í vitnisburðum þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni. Stjórnarmennirnir þrír, Hreggviður Jónsson, Árni Oddur Þórðarson og Inga Jóna Þórðardóttir, sögðu sig öll úr stjórninni þann 30. júní 2005. Einn þeirra, Hreggviður, sagði fyrir dómi í dag að hann hafi meðal annars sagt sig úr stjórninni vegna umræddrar millifærslu. Hreggviður kvaðst ekki muna hvenær forstjóri félagsins, Ragnhildur Geirsdóttir, hafi sagt honum frá millifærslunni, en minnti þó að það hafi verið í byrjun júni. Kom fram í samtali þeirra að forstjórann grunaði að peningarnir hefðu farið til Fons. Hreggviður sagðist þó aldrei hafa séð neina staðfestingu á því fyrr en gögn voru borin undir hann í vitnaleiðslum hjá lögreglu. Inga Jóna kvaðst hafa fengið upplýsingar um millifærsluna frá Ragnhildi þann 30. júní 2005. Ragnhildur hafi þá greint henni frá því að peningar hafi horfið af reikningi félagsins í Lúxemborg og hún vildi að Inga Jóna vissi af þessari færslu sem Ragnhildur hafði ekki fengið neinar skýringar á. Sjá einnig: „Pönkuðust" í Hannesi út af millifærslunniEkki stóð til að FL Group tæki þátt í kaupum Fons á Sterling Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Fons á þeim tíma sem meint brot átti sér stað og stjórnarmaður í FL Group, gaf einnig skýrslu fyrir dómi í dag. Hann kvaðst á vormánuðum hafa þekkt til Hannesar Smárasonar en ekki mikið meira en það. Hann sagði þá ekki hafa haft nein áform um það að FL Group tæki þátt í kaupum Fons á Sterling-flugfélaginu en í ákæru kemur fram að sama dag og millifærslan var framkvæmd var peningunum skipt yfir í danskar krónur á reikningi Fons. Nam upphæðin þá rúmlega 260 milljónum danskra króna. Fons hafi svo í framhaldinu tekið 375 milljónir danskra króna af reikningnum og millifært á þáverandi eiganda Sterling. Pálmi þvertók hins vegar fyrir að til hafi staðið að FL Group tæki þátt í kaupunum, eins og saksóknari telur, en hann bar ýmis gögn undir Pálma því til sönnunar sem Pálmi kvaðst ekki kannast við. Þá sagðist hann ekki muna mikið varðandi ýmis atriði málsins þar sem langt væri um liðið. Málflutningur fer fram á morgun og málið verður síðan dómtekið. Verði Hannes Smárason fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi.
Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58
Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13
Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24