Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og Íslandsbanka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 16:01 Vigdís þakkaði landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur. Vísir/Daníel Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira