Sigmundur kannast ekki við að vera með „spindoktora“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2015 16:22 Sigmundur sagðist vilja taka umræðu um aðstoðarmenn en kannaðist ekki við að þeir væru „spindoktora.“ Vísir/GVA „Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu. Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
„Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu.
Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira