Innlent

Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samskiptin voru birt að hluta í bréfi sem umboðsmaður Alþingis sendi Hönnu Birnu með spurningum
Samskiptin voru birt að hluta í bréfi sem umboðsmaður Alþingis sendi Hönnu Birnu með spurningum VÍSIR/STEFÁN
Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum kröfðu Stefán Eiríksson um skýringar á því sem hann sagði í samtali við umboðsmann Alþingis. Þetta kemur fram í niðurstöðum umboðsmanns á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu, fyrrverandi innaríkisráðherra, og Stefáns, fyrrverandi lögreglustjóra.

Í álitinu kemur fram að að ráðherra hefði ekki verð sáttur við að Stefán hefði greint umboðsmanni frá samskiptum þeirra og spurt hvort hann hefði „virkilega talað við umboðsmann“. Þá kemur einnig fram að að lögmaður sem starfaði fyrir Hönnu Birnu hringt í Stefán og borið undir hann efnisatriði í svarbréfi sem ráðherrann ætlaði að senda umboðsmanni og spurt hvort hann gerði athugasemdir við það. 

Sjá einnig: Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“



Samskiptin voru birt að hluta í bréfi sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sendi Hönnu Birnu með spurningum síðastliðið haust. Vitnað var beint í orð Stefáns þar sem hann lýsti afskiptum Hönnu Birnu af rannsókn lekamálsins.



Í niðurstöðukafla álits umboðsmanns segir að hann telji það hvorki „samrýmst sjónarmiðum um gagnsæja stjórnsýslu né lagareglum sem eftirlit umboðsmanns Alþingis byggist á að ráðherra eða lögmaður á hans vegum hafi beint samband við þann opinbera starfsmann sem veitt hefur umboðsmanni upplýsingar og krefji hann skýringar á því sem hann hefur greint umboðsmanni frá“.



Tengdar fréttir

Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×