Allt vitlaust á Alþingi í dag vegna virkjana Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2015 18:45 Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu. Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu.
Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira