Innlent

Tugir fallið í austurhluta Úkraínu undanfarinn sólarhring

Hrund Þórsdóttir skrifar
Að minnsta kosti þrettán létu lífið þegar sprengja féll á strætisvagnabiðstöð í borginni Donetsk í Austur-Úkraínu dag.
Að minnsta kosti þrettán létu lífið þegar sprengja féll á strætisvagnabiðstöð í borginni Donetsk í Austur-Úkraínu dag.
Að minnsta kosti þrettán létu lífið þegar sprengja féll á strætisvagnabiðstöð í borginni Donetsk í Austur-Úkraínu dag. Tugir hafa fallið undanfarinn sólarhring, þrátt fyrir ítrekaðar vopnahléstilraunir.

Flestir þeirra sem létust í árásinni í dag voru almennir borgarar en óljóst er hver ber ábyrgð á henni. Stríðandi aðilar varpa sprengjum úr mikilli fjarlægð á víxl og ekki er alltaf hægt að spá fyrir um hvar þær lenda. Arseny Yatseniuk, forsætisráðherra Úkraínu, sagði í dag að rússneskir hryðjuverkamenn hefðu framið enn eitt voðaverkið en uppreisnarmenn segja hins vegar stjórnarherinn ábyrgan fyrir árásinni. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neyddu reiðir stuðningsmenn þeirra stjórnarhermenn í dag til að krjúpa á vettvangi glæpsins á meðan hlúð var að slösuðum á sjúkrahúsum.

Blóðugir bardagar hafa lengi geysað við flugvöllinn í Donetsk en herinn tilkynnti í morgun að hann hefði dregið allt herlið sitt þaðan í nótt. Nær fimm þúsund hafa látist síðan átökin hófust í austurhluta Úkraínu í fyrra og rúm milljón er á vergangi. Engin vopnahlé hafa haldið en fulltrúar Rússa og Úkraínumanna, ásamt Frakka og Þjóðverja, reyndu enn á ný að semja á neyðarfundi í Berlín í gær.






Tengdar fréttir

Hart barist síðustu daga

Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu sögðust í gær vera búnir að ná flugvellinum í Donetsk aftur á sitt vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×