Vill úr borgarstjórn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 12:52 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. „Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Oddviti í borginni í tvö tímabil Hún segist hafa verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með helmings fylgisaukningu. Þá hafi hún tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem verkefnum og áherslum Pírata hafi verið gert hátt undir höfði og þeir fengið mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. „Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt.“ Stolt af árangrinum Píratar hafi í góðu samstarfi náð miklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það sé trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“ Píratar Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
„Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Oddviti í borginni í tvö tímabil Hún segist hafa verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með helmings fylgisaukningu. Þá hafi hún tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem verkefnum og áherslum Pírata hafi verið gert hátt undir höfði og þeir fengið mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. „Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt.“ Stolt af árangrinum Píratar hafi í góðu samstarfi náð miklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það sé trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“
Píratar Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira