Innlent

Mótmæla því að Þingvallavegur verði framtíðar stofnbraut milli byggðalaga

Birgir Olgeirsson skrifar
Dalsbúar vilja að Vegagerðin finni sér aðra stofnbraut.
Dalsbúar vilja að Vegagerðin finni sér aðra stofnbraut. Vísir/GVA
Íbúar í Mosfellsdal mótmæla því að Þingvallavegurinn verði framtíðar stofnbraut milli byggðalaga. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúar í Mosfellsdal ætla að afhenda Bryndísi Haraldsdóttur, formanni skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, mótmælabréf í hádeginu í dag.

Tilefnið er viðvarandi hrað- og glannaakstur á Þingvallavegi í Mosfellsdal, sem er sagður skerða lífsgæði allra í dalnum og skapa viðvarandi hættuástand á veginum. Þá mótmæla Dalsbúar einnig óþarflega breiðu veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar sem skerðir eignarétt landeigenda og takmarkar ráðstöfunarrétt þeirra yfir landinu.

Vilja Dalsbúar að Vegagerðin finni sér aðra stofnbraut sem fyrst til að taka við vaxandi umferðarþunga sem fer núna í gegnum Mosfellsdal og að þessi vegur verði gerður að sveita og hverfisvegi og að veghelgunin verði minnkuð í fimmtán metra frá miðlínu vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×