Merkel segir hana og Hollande ekki hlutlausa milligöngumenn Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 19:52 Varaforseti Bandaríkjanna segir umheiminn ekki geta liðið að Pútín Rússlandsforseti dragi upp nýtt kort af Evrópu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Tímabundið vopnahlé var gert við borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag á meðan óbreyttir borgarar voru fluttir frá borginni. Angela Merkel kanslari Þýskaland og Francois Hollande forseti Frakklands komu til viðræðna við Vladimir Pútin forseta Rússlands í Moskvu í dag, til að freista þess að fá hann til að láta af hernaðarafskiptum Rússa í austuhluta Úkraínu og vopnasendingum til aðskilnaðarsinna. Þá þrýsta þau á Pútín að beita sér fyrir vopnahléi og friðarviðræðum stríðandi fylkinga. En átökin í Úkraínu hafa harðnað að undanförnu með tilheyrandi mannfalli. „Þess vegna höfum við ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stendur, með beinni heimsókn til Kænugarðs í gær og Moskvu í dag, til að þrýsta á að blóðbaðinu linni eins fljótt og verða má og að friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk fyrir áramót verði virt,“ sagði Merkel skömmu fyrir brottför hennar og Holland til Moskvu. Merkel varaði þó við bjartsýni en sagði að hún og Hollande væru sannfærð um að hernaðarátök væru ekki leið til lausnar mála í Úkraínu. „Þetta er spurning um frið og að varðveita friðinn í Evrópu. Þetta er spurning um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem er hluti af því að varðveita friðinn í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún muni aldrei skipta sér af svæðisbundnum málum sjálfstæðra þjóða. Það sé á valdi hverrar þjóðar fyrir sig að leiða slík mál til lykta. En hún ítrekaði hins vegar að hún og forseti Frakklands færi ekki á fund Rússlandsforseta sem hlutlausir milligöngumenn. „Þetta er spurning um þýska hagsmuni, franska hagsmuni og ofar öllu hagsmuni Evrópu,“ sagði Merkel. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir umheiminn ekki geta liðið að Pútín Rússlandsforseti dragi upp nýtt kort af Evrópu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Tímabundið vopnahlé var gert við borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag á meðan óbreyttir borgarar voru fluttir frá borginni. Angela Merkel kanslari Þýskaland og Francois Hollande forseti Frakklands komu til viðræðna við Vladimir Pútin forseta Rússlands í Moskvu í dag, til að freista þess að fá hann til að láta af hernaðarafskiptum Rússa í austuhluta Úkraínu og vopnasendingum til aðskilnaðarsinna. Þá þrýsta þau á Pútín að beita sér fyrir vopnahléi og friðarviðræðum stríðandi fylkinga. En átökin í Úkraínu hafa harðnað að undanförnu með tilheyrandi mannfalli. „Þess vegna höfum við ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stendur, með beinni heimsókn til Kænugarðs í gær og Moskvu í dag, til að þrýsta á að blóðbaðinu linni eins fljótt og verða má og að friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk fyrir áramót verði virt,“ sagði Merkel skömmu fyrir brottför hennar og Holland til Moskvu. Merkel varaði þó við bjartsýni en sagði að hún og Hollande væru sannfærð um að hernaðarátök væru ekki leið til lausnar mála í Úkraínu. „Þetta er spurning um frið og að varðveita friðinn í Evrópu. Þetta er spurning um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem er hluti af því að varðveita friðinn í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún muni aldrei skipta sér af svæðisbundnum málum sjálfstæðra þjóða. Það sé á valdi hverrar þjóðar fyrir sig að leiða slík mál til lykta. En hún ítrekaði hins vegar að hún og forseti Frakklands færi ekki á fund Rússlandsforseta sem hlutlausir milligöngumenn. „Þetta er spurning um þýska hagsmuni, franska hagsmuni og ofar öllu hagsmuni Evrópu,“ sagði Merkel.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira