Erlent

Þetta er það sem Merkel og Hollande vilja ræða við Pútín

Atli Ísleifsson skrifar
Merkel og Hollande komu frá úkraínsku höfuðborginni Kíev þar sem þau funduðu með Petró Pórósjenkó Úkraínuforseta.
Merkel og Hollande komu frá úkraínsku höfuðborginni Kíev þar sem þau funduðu með Petró Pórósjenkó Úkraínuforseta. Vísir/EPA
Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari komu til Moskvu nú síðdegis til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta um ástandið í Úkraínu.

Í frétt norska ríkisútvarpsins er haft eftir sérfræðingi í málefnum Rússlands að menn ættu ekki vera með of miklar væntingar til að samkomulag náist í bráð.

Merkel og Hollande komu frá úkraínsku höfuðborginni Kíev þar sem Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti gaf samþykki sitt fyrir tillögu leiðtoganna, þrátt fyrir að hann hafi sett einhverja fyrirvara.

Stjórnvöld í Úkraínu og aðskilnaðarsinnar náðu í morgun samkomulagi um tímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í og í kringum borgina Debaltseve. Var það gert til að gefa óbreyttum borgurum borgarinnar færi á að yfirgefa hana, en harðir bardagar hafa staðið um borgina síðustu daga.

Lítið hefur verið gefið upp um innihald friðaráætlunarinnar en rússneska fréttastofan Interfax segir að Merkel og Hollande styðji áætlun sem feli í sér aukna sjálfstjórn héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu, en að héruðin verði áfram undir úkraínskum fána.

Í friðaráætluninni felst meðal annars:

  • Rússneska verður viðurkennd opinberlega til jafns við úkraínsku. Flestir íbúar í þessum hluta Úkraínu tala rússnesku.
  • Héruðin fá aukna sjálfstjórn, bæði efnahagslega og stjórnsýslulega.
  • Friðarsamkomulag með samþykki Rússlandsstjórnar er líklegt til að innihalda skuldbindingu um að Úkraína gerist ekki aðili að NATO.
  • Rússnesk stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af ákvörðunum Úkraínustjórnar um samstarfsþjóðir Úkraínu.
Rússlandsstjórn og Pútín forseti hafa áður lýst því yfir að NATO-aðild Úkraínu myndi jafnast á við stríðsyfirlýsingu.


Tengdar fréttir

Komið að ögurstundu í Úkraínu

Tími til að ná friðsamlegri lausn í Úkraínudeilunni er á þrotum, segir Frakklandsforseti. Hann og Þýskalandskanslari lögðu fram friðartillögur í dag en NATO eflir vígbúnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×