Lífið

Konur keppast um miða á Grandos: „Systir mín er orðin single og hún verður að sjá þessa kroppa"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Konur keppast um miða á kvöldið sem Ásdís Rán stendur fyrir.
Konur keppast um miða á kvöldið sem Ásdís Rán stendur fyrir.
Konur keppast um ókeypis miða á sýningu búlgörsku kyntröllanna í Grandos-hópnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem stendur fyrir komu mannanna til landsins, hefur efnt til keppni á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr:

„Ég ætla að gefa nokkra miða fyrir vinkonuhópa á Konukvöldið á Spot 20. febrúar núna yfir helgina og eina sem þið þurfið að gera er að kommenta hér og gefa mér nógu góða ástæðu til að gefa ykkur miða...“

Færsla Ásdísar hefur vakið mikla athygli; þegar þessi orð eru skrifuð eru á þriðja tug athugasemda við hana.

Grandos menn vekja athygli hvert sem þeir fara, ef marka má heimasíðu þeirra.
Þeir sem „kommenta“ við færsluna færar flestar mjög góð rök fyrir því af hverju þær eiga skilið að fá miða á sýninguna.

Ein segir að hún og vinkona hennar væru „svo til í að sjá þessa fola. Ég verð lika 25 ára þann 18. febrúar svo það væri sko ekki leiðinlegt að halda uppá það með þessum ofurfolum."

Önnur segir:

„Ég og örfáar single vinkonur mínar værum rosalega til í að fara þangað, fáum ekkert dekur á valentínusardaginn eða konudaginn svo við myndum fara þangað til að njóta okkar með þessum kroppum!"

Sjá einnig: Karlar fækka fötum á konukvöldi

Einn maður setur athugasemd við færsluna og segist vilja fá miða fyrir systur sínar og móður, því hann vilji gleðja þær.

Hann er ekki sá eini sem vill gleðja skyldmenni sín. Því ein mjög hugulsöm systir setti inn þessa færslu:

„Væri til í miða, Systir mín er orðin single og hún verður að sjá þessa kroppa".

Ljóst er að eftirspurnin eftir ókeypis miðum á sýningu Grandos-hópsins er gífurleg.

Sjá einnig:Þessi kyntröll eru á leið til landsins

Í auglýsingu frá kvöldinu segir að danshópurinn ætli „að kæta kvenþjóðina á Íslandi með sinni alræmdu danssýningu sem hefur slegið í gegn víðsvegar um Evrópu.“

Á kvöldinu munu strákarnir að sjálfsögðu sýna listir sínar, auk þess sem gestir geta tekið þátt í happadrætti. Einnig verður uppistand og að kvöldinu loknu gefst gestum tækifæri á að mynda sig með þessum búlgörsku kyntröllum sem ferðasta landa á milli til að sýna kroppinn.

Strákarnir halda úti heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um Leon, Angelo, Mike, Stiv, Steven og Silver. Við mælum með Google Translate til að þýða síðuna fyrir þá sem þess þurfa.

En þó að flestar athugasemdirnar við færslu Ásdísar hafi verið frá þeim sem vonuðust eftir miða á kvöldið var einn sem vildi eingöngu lýsa yfir ánægju sinni með Ásdísi. Danskur maður, Kim að nafni, var ekkert að skafa utan af því í sinni athugasemdi og sagði við Ásdísi: „DU ER COOL".

Hér að neðan má Grandos-strákanna þá leika listir sýnar.

Þeir taka meira að segja líka Michael Jackson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×