„Innst inni var ég að búast við þessu þannig að þetta kom mér ekki á óvart," sagði besti leikmaður Olís-deildar kvenna í vetur, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband.
Hún meiddist í leik um síðustu helgi og er nú búin að fá staðfest að krossbandið er slitið. Hún hefur því lokið keppni í vetur. Þetta er í annað sinn sem hún slítur krossband í hné.
Þetta er mikið áfall fyrir Fram enda hefur Sigurbjörg verið drifkrafturinn í þeirra leik í vetur. Fram er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Gróttu.
„Það kemur maður í manns stað og ég hef fulla trú á stelpunum. Þær þjappa sér saman og eiga klárlega eftir að standa sig vel."
Sigurbjörg er með slitið krossband

Tengdar fréttir

Sigurbjörg gæti verið með slitið krossband
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, meiddist á hné í sigurleik í Eyjum um helgina og er óttast að krossbandið sé slitið.

Sigurbjörgu líður betur - Fer til læknis á fimmtudaginn
Leikstjórnandi Fram í Olís-deild kvenna heldur í vonina um að krossband hafi ekki slitnað um helgina.