Freyja gleymdist líka: Óttaðist höstuga og dónalega bílstjóra Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2015 11:00 Í greininni skrifar Freyja um það hvernig komið sé fram við fatlað fólk í okkar samfélagi. vísir/gva „Ég sat í hjólastólnum mínum á ganginum í Vídalínskirkju árið 2000 eftir fermingarfræðslu. Vinir mínir voru farnir og enginn starfsmaður var á ferli í kirkjunni en ég hafði ekki svo miklar áhyggjur, það var eðlilegt að bíða eftir ferðaþjónustunni í hátt í klukkutíma og ég hafði einungis beðið í tuttugu mínútur.“ Svona hefst færsla Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, á síðunni Tabú. Freyja er með meðfæddan beinasjúkdóm sem gerir bein hennar afar brothætt. Ákveðið hefur verið að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó B.S. eftir nýjustu mistök Strætó þegar 18 ára fötluð stúlka var skilin eftir í sjö klukkustundir í þjónustubíl Strætó í gær. Strætó hefur mikið verið gangrýnt síðustu vikur og þá sérstaklega varðandi ferðaþjónustumál fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Freyja segist hafa verið með farsíma við hönd en batteríið að klárast. Veðrið var vont og hún hafi því gert sér grein fyrir því að bílnum myndi seinka enn meira. Þarna var Freyja inneignarlaus.vísir„Ég reyndi að hringja í vinkonu mína en við hringdum frítt í hvor til þess að biðja hana að hringja heim en síminn varð batteríslaus. Tíminn leið frekar, myrkrið varð meira og veðrið virtist versna. Ég fann að ég var orðinn óróleg og fannst vont að geta ekki fylgst með hvað tímanum leið. Ég reyndi þó að róa mig með því að ef mikið meira en klukkustund liði færu foreldrar mínir að hafa áhyggjur en þau voru auðvitað vön að vita aldrei almennilega hvenær ég myndi skila mér með þessum blessuðu bílum. Eftir tæplega tveggja tíma bið sá ég bílljós fyrir utan kirkjuna og stuttu seinna kom pabbi inn. Ég hafði gleymst hjá ferðaþjónustunni. Ég veit ekki hvernig það kom til enda var ég á þessu augnabliki einfaldlega bara fegin að pabbi væri kominn og að ég kæmist heim.“Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Freyja segir að vondar minningar séu erfiðar viðureignar. „Sérstaklega þegar þær hellast yfir okkur af þunga, svo við beygjum einfaldlega af og bugumst undan þeim. Slíkar minningar heltust yfir mig í kvöld er ég las um unglingsstúlkuna með þroskahömlun sem gleymdist í ferðaþjónustubíl í marga klukkutíma,“ segir hún í pistli sínum í gærkvöldi. Hún segir að minningin úr kirkjunni hafi ekki verið sú versta í tengslum við ferðaþjónustuna því hún hafi vitað að á endanum myndi einhver sækja hana.Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, sem er átján ára þroskaskert stúlka, var skilin eftir í sjö klukkustundir í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra í gær.„Ég á erfiðari minningar af öllum óttanum sem fylgdi höstugum og dónalegum bílstjórum, bílferðum þar sem hjólastóllinn minn var festur svo illa að ég þrykktist til og frá, öllum eftirmiðdögunum þar sem ég kom heim búin á því á sál og líkama eftir langa og erfiða bílferð. Sálin var þreytt af óttanum, niðurlægingunni og líkaminn var þreyttur og stundum slasaður eftir að hendast til og frá og/eða eftir að vera öll stíf af hræðslu.“ Freyja segir að þessar minningar séu einar af þeim svörtustu frá barnæsku og unglingsárum hennar. „Ég hef sjaldan verið jafn fegin eins og daginn sem ég kom heim tognuð í náranum eftir eina bílferðina og útgrátin og mamma tilkynnti mér að þetta yrði mín seinasta ferð í þessum bílum. Hvers vegna kom sá dagur ekki fyrr? Nú, vegna þess að þetta var það eina sem stóð til boða til þess að fækka ferðunum sem foreldrar mínir þurftu að skutla mér í og úr skóla, sjúkraþjálfun, tómstundum og öðru sem ég var að gera með vinum. Ég hafði á þessum tíma ekki aðstoðarfólk, almenningssamgöngur voru og eru nær alveg óaðgengilegar, ég á tvo yngri bræður sem þurfti líka að hugsa um og foreldrar mínir, einkum faðir minn, var í fullri vinnu og oft erlendis. Við notuðum þessa bíla einvörðungu á tímum sem var erfiðast fyrir foreldra mína að skutla mér, annars bara alls ekki.“Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um ferðaþjónustu fatlaðra í samfélaginu og þá sérstaklega í kjölfarið á þeim kerfisbreytingum sem voru gerðar nýverið. „Ég hef lítið kynnt mér þær, bæði vegna þess að ég er blessunarlega laus úr viðjum þessarar ömurlegu þjónustuleiðar en einnig vegna þess að þessi umræða er mér svo erfið. Það er ljóst að þessi breyting er eitt risavaxið klúður og fullkomið ábyrgðarleysi af allra hálfu sem koma að þessu að keyra þetta í gegn svo illa undirbúið. Markmiðið var auðvitað að bæta þjónustuna, sem er löngu tímabært, en það breytir því ekki að hér hafa augljóslega verið gerð stórfelld mistök. Hins vegar verður að segjast að þessi leið í þjónustu hefur alltaf brotið mannréttindi okkar. Hún er þannig byggð upp að hún virðir ekki ferðafrelsi fatlaðs fólks. Hún virðir ekki tíma okkar og þar með lífsstíl okkar og skyldur. Hún virðir ekki öryggi okkar. Hún tekur ekki mið af aldri okkar og skerðingu.“„Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í gær þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist.Hún segir að verið sé að svipta fötluðum einstaklingum valdi yfir líkamanum. „Hún er einfaldlega ekki hönnuð fyrir manneskjur. Það, eitt og sér, er glæpsamlegt. Þetta er ekki vegna þess að bílstjórar eru í eðli sýnu vondar manneskjur. Margir þeirri eru og voru frábærir starfsmenn. Það hins vegar er ekki nóg í kerfi sem er gallað. Það hlýtur því að vera frumskylda stjórnmálamanna, embættismanna hjá tengdum ráðuneytum og sveitarfélögum, réttindagæslumanna fatlaðs fólks, lögreglunnar, hagsmunasamtaka fatlaðs fólks og starfsfólks ferðaþjónustunnar að krefjast rannsóknar á öllum þeim atvikum sem vitað er um að hafa átt sér stað og valdið fólki skaða, samhliða því að a) leysa þau brýnustu mál sem hægt er að leysa til þess að draga úr lífshættu fatlaðs fólks í ferðaþjónustubílunum og b) vinna að róttækum umbótum í ferðaþjónustu við fatlað fólk í fullu samráði við fatlað fólk sjálft og á grunni ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna og íslenskra laga sem kveða á um rétt til ferðafrelsis og friðhelgi frá ofbeldi og vanrækslu.“Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Freyja segir að fatlað fólk um allan heim deyi daglega vegna vanrækslu og ofbeldi. „Í dag hefði slíkt dauðsfall geta átt sér stað. Ég gæti verið ein þeirra sem hefði látið lífið í einhverjum þessara aðstæðna. Mörg þeirra atvika sem sem hafa átt sér stað í lífi fatlaðs fólks eru mjög falin og því erfitt að vinna gegn þeim. Vanrækslan gagnvart ofangreindrar unglingsstúlku komst þó upp. Við getum ekki ýtt því frá okkur. Öllum hlutaðeigandi aðilum ber skylda til þess að taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum og bregðast við með þeim hætti að slíkt gerist aldrei aftur.“ Varaþingmaðurinn segir að samfélagið sé skyldugt til að horfa ekki framhjá því þegar að samborgarar sætta illri meðferð. „Annars erum við líka ábyrg fyrir því misrétti sem hér á sér stað og í raun gerendur í kerfislægu og menningarbundnu ofbeldi gagnvart fötluðu fólki.“ Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég sat í hjólastólnum mínum á ganginum í Vídalínskirkju árið 2000 eftir fermingarfræðslu. Vinir mínir voru farnir og enginn starfsmaður var á ferli í kirkjunni en ég hafði ekki svo miklar áhyggjur, það var eðlilegt að bíða eftir ferðaþjónustunni í hátt í klukkutíma og ég hafði einungis beðið í tuttugu mínútur.“ Svona hefst færsla Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, á síðunni Tabú. Freyja er með meðfæddan beinasjúkdóm sem gerir bein hennar afar brothætt. Ákveðið hefur verið að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó B.S. eftir nýjustu mistök Strætó þegar 18 ára fötluð stúlka var skilin eftir í sjö klukkustundir í þjónustubíl Strætó í gær. Strætó hefur mikið verið gangrýnt síðustu vikur og þá sérstaklega varðandi ferðaþjónustumál fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Freyja segist hafa verið með farsíma við hönd en batteríið að klárast. Veðrið var vont og hún hafi því gert sér grein fyrir því að bílnum myndi seinka enn meira. Þarna var Freyja inneignarlaus.vísir„Ég reyndi að hringja í vinkonu mína en við hringdum frítt í hvor til þess að biðja hana að hringja heim en síminn varð batteríslaus. Tíminn leið frekar, myrkrið varð meira og veðrið virtist versna. Ég fann að ég var orðinn óróleg og fannst vont að geta ekki fylgst með hvað tímanum leið. Ég reyndi þó að róa mig með því að ef mikið meira en klukkustund liði færu foreldrar mínir að hafa áhyggjur en þau voru auðvitað vön að vita aldrei almennilega hvenær ég myndi skila mér með þessum blessuðu bílum. Eftir tæplega tveggja tíma bið sá ég bílljós fyrir utan kirkjuna og stuttu seinna kom pabbi inn. Ég hafði gleymst hjá ferðaþjónustunni. Ég veit ekki hvernig það kom til enda var ég á þessu augnabliki einfaldlega bara fegin að pabbi væri kominn og að ég kæmist heim.“Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Freyja segir að vondar minningar séu erfiðar viðureignar. „Sérstaklega þegar þær hellast yfir okkur af þunga, svo við beygjum einfaldlega af og bugumst undan þeim. Slíkar minningar heltust yfir mig í kvöld er ég las um unglingsstúlkuna með þroskahömlun sem gleymdist í ferðaþjónustubíl í marga klukkutíma,“ segir hún í pistli sínum í gærkvöldi. Hún segir að minningin úr kirkjunni hafi ekki verið sú versta í tengslum við ferðaþjónustuna því hún hafi vitað að á endanum myndi einhver sækja hana.Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, sem er átján ára þroskaskert stúlka, var skilin eftir í sjö klukkustundir í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra í gær.„Ég á erfiðari minningar af öllum óttanum sem fylgdi höstugum og dónalegum bílstjórum, bílferðum þar sem hjólastóllinn minn var festur svo illa að ég þrykktist til og frá, öllum eftirmiðdögunum þar sem ég kom heim búin á því á sál og líkama eftir langa og erfiða bílferð. Sálin var þreytt af óttanum, niðurlægingunni og líkaminn var þreyttur og stundum slasaður eftir að hendast til og frá og/eða eftir að vera öll stíf af hræðslu.“ Freyja segir að þessar minningar séu einar af þeim svörtustu frá barnæsku og unglingsárum hennar. „Ég hef sjaldan verið jafn fegin eins og daginn sem ég kom heim tognuð í náranum eftir eina bílferðina og útgrátin og mamma tilkynnti mér að þetta yrði mín seinasta ferð í þessum bílum. Hvers vegna kom sá dagur ekki fyrr? Nú, vegna þess að þetta var það eina sem stóð til boða til þess að fækka ferðunum sem foreldrar mínir þurftu að skutla mér í og úr skóla, sjúkraþjálfun, tómstundum og öðru sem ég var að gera með vinum. Ég hafði á þessum tíma ekki aðstoðarfólk, almenningssamgöngur voru og eru nær alveg óaðgengilegar, ég á tvo yngri bræður sem þurfti líka að hugsa um og foreldrar mínir, einkum faðir minn, var í fullri vinnu og oft erlendis. Við notuðum þessa bíla einvörðungu á tímum sem var erfiðast fyrir foreldra mína að skutla mér, annars bara alls ekki.“Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um ferðaþjónustu fatlaðra í samfélaginu og þá sérstaklega í kjölfarið á þeim kerfisbreytingum sem voru gerðar nýverið. „Ég hef lítið kynnt mér þær, bæði vegna þess að ég er blessunarlega laus úr viðjum þessarar ömurlegu þjónustuleiðar en einnig vegna þess að þessi umræða er mér svo erfið. Það er ljóst að þessi breyting er eitt risavaxið klúður og fullkomið ábyrgðarleysi af allra hálfu sem koma að þessu að keyra þetta í gegn svo illa undirbúið. Markmiðið var auðvitað að bæta þjónustuna, sem er löngu tímabært, en það breytir því ekki að hér hafa augljóslega verið gerð stórfelld mistök. Hins vegar verður að segjast að þessi leið í þjónustu hefur alltaf brotið mannréttindi okkar. Hún er þannig byggð upp að hún virðir ekki ferðafrelsi fatlaðs fólks. Hún virðir ekki tíma okkar og þar með lífsstíl okkar og skyldur. Hún virðir ekki öryggi okkar. Hún tekur ekki mið af aldri okkar og skerðingu.“„Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í gær þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist.Hún segir að verið sé að svipta fötluðum einstaklingum valdi yfir líkamanum. „Hún er einfaldlega ekki hönnuð fyrir manneskjur. Það, eitt og sér, er glæpsamlegt. Þetta er ekki vegna þess að bílstjórar eru í eðli sýnu vondar manneskjur. Margir þeirri eru og voru frábærir starfsmenn. Það hins vegar er ekki nóg í kerfi sem er gallað. Það hlýtur því að vera frumskylda stjórnmálamanna, embættismanna hjá tengdum ráðuneytum og sveitarfélögum, réttindagæslumanna fatlaðs fólks, lögreglunnar, hagsmunasamtaka fatlaðs fólks og starfsfólks ferðaþjónustunnar að krefjast rannsóknar á öllum þeim atvikum sem vitað er um að hafa átt sér stað og valdið fólki skaða, samhliða því að a) leysa þau brýnustu mál sem hægt er að leysa til þess að draga úr lífshættu fatlaðs fólks í ferðaþjónustubílunum og b) vinna að róttækum umbótum í ferðaþjónustu við fatlað fólk í fullu samráði við fatlað fólk sjálft og á grunni ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna og íslenskra laga sem kveða á um rétt til ferðafrelsis og friðhelgi frá ofbeldi og vanrækslu.“Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Freyja segir að fatlað fólk um allan heim deyi daglega vegna vanrækslu og ofbeldi. „Í dag hefði slíkt dauðsfall geta átt sér stað. Ég gæti verið ein þeirra sem hefði látið lífið í einhverjum þessara aðstæðna. Mörg þeirra atvika sem sem hafa átt sér stað í lífi fatlaðs fólks eru mjög falin og því erfitt að vinna gegn þeim. Vanrækslan gagnvart ofangreindrar unglingsstúlku komst þó upp. Við getum ekki ýtt því frá okkur. Öllum hlutaðeigandi aðilum ber skylda til þess að taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum og bregðast við með þeim hætti að slíkt gerist aldrei aftur.“ Varaþingmaðurinn segir að samfélagið sé skyldugt til að horfa ekki framhjá því þegar að samborgarar sætta illri meðferð. „Annars erum við líka ábyrg fyrir því misrétti sem hér á sér stað og í raun gerendur í kerfislægu og menningarbundnu ofbeldi gagnvart fötluðu fólki.“
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55