Erlent

Merkel og Hollande á leið til Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande Frakklandsforseti.
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande Frakklandsforseti. Vísir/EPA
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande Frakklandsforseti eru nú á leið til úkraínsku höfuðborgarinnar Kíev til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að geti verið grundvöllur þess að binda endi á átök í austurhluta landsins.

Í frétt BBC kemur fram að Hollande muni kynna áætlunina áður en hann fundar með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er einnig í Kíev til að ræða við ráðherra Úkraínustjórnar.

Úkraínski stjórnarherinn og sveitir aðskilnaðarsinna hafa átt í hörðum átökum síðustu mánuði og er talið að um fimm þúsund manns hafi látist í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×