Innlent

Ökumaðurinn er ökukennari

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, segir að ökumaðurinn hafi verið leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, segir að ökumaðurinn hafi verið leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Vísir
 „Hann var leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í gær en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Hann sinnir engum akstri fyrir okkur á meðan þessu máli stendur.“

Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans

Sigtryggur segir það hafa verið sameiginleg ákvörðun Strætó, fyrirtækisins og bílstjórans. „Þetta var samkomulag okkar þriggja. Hann kom með þetta sjálfur af fyrrabragði, að meðan það væri verið að skoða þetta,“ segir hann. Bílstjórinn ók stúlkunni úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla í Hitt húsið í miðbæ Reykjavíkur um eitt í gær. Hann ók svo með hana í bílnum í nokkra tíma áður en hann lagði bílnum fyrir utan heima hjá sér í lok vinnudags, um fjögur.

Aðspurður segir Sigtryggur að bílstjórinn hafi mikla reynslu. Maðurinn er um sjötugt og hefur, að sögn Sigtryggs, reynslu af akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er eldri maður sem hefur mikla reynslu. Vann hjá ferðaþjónustu fatlaðra fyrir tveimur árum og hefur unnið hjá Strætó í mörg ár,“ segir Sigtryggur. „Þetta er mjög hæfur maður,“ fullyrðir hann.

Sjá einnig: Svona týndist stúlkan

Bílstjórinn ók stúlkunni í Ford Transit 16 sæta bifreið og voru sjö aðrir farþegar í bílnum um umræddri ferð. Farþegunum var svo skipt í tvo hópa þegar komið var fyrir utan Hitt húsið þar sem að lyftan niður í kjallara hússins, þangað sem þau voru að fara, rúmar aðeins fjóra í einu. Það er á meðan öðrum hópnum var fylgt niður sem Sigtryggur segir að stúlkan hafi farið aftur inn í bílinn.

Strætó og fulltrúar All Iceland Tours munu funda um málið og stöðu akstursþjónustunnar í dag.


Tengdar fréttir

Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð

Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið.

Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni.

Svona týndist stúlkan

„Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×