Segist vera fyrsti einhverfi þingmaðurinn: „Alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 14:52 Sigurður Örn segir ekki nokkurn vafa á að á Alþingi hafi í nútíð og fortíð starfað einstaklingar með allskonar raskanir. GVA/Vilhelm) „Að því sögðu vil ég nota tækifærið og segja að ólíkt flestum ykkar hér inni þá er ég greindur, það er að segja greindur einhverfur,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag þar sem hann gerði Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins að umfjöllunarefni. Hann sagði hlutverk stöðvarinnar að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar en helstu fatlanir barna sem leiða til tilvísunar á greiningarstöðina eru einhverfa, hreyfihömlun og blinda. Hann sagði 300 börnum vísað til greiningarstöðvarinnar á ári en þar af er um sextíu vísað frá árlega vegna þess að stofnunin annar ekki öllum hópum við núverandi aðstæður.Vill verkefni til einkaaðila Hann hvatti Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra til að tryggja með öllum tiltækum ráðum að varnarlausustu einstaklingar landsins fái þá aðstoð sem þeir þurfa jafn snemma og þörf er á, til dæmi með útvistun verkefna til einkaaðila. „Það getur haft mjög mikil áhrif á lífsgæði viðkomandi að bæði greina stöðuna rétt snemma og enn frekar að bregðast við nægjanlega snemma,“ sagði Sigurður Örn og bætti við að endingu að þó hann sé mögulega fyrsti einhverfi þingmaðurinn þá sé ekki nokkur vafi á að bæði í fortíð og nútíð hafi starfað hér fólk með allskonar raskanir. „Og mér sýnist að það sé alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér,“ sagði Sigurður en heyra má ræðu hans hér. Vill bæta kjör þingmanna Sigurður Örn vakti athygli í síðustu viku þegar hann flutti fyrstu ræðu sína á Alþingi en hann gerði kjör og starsumhverfi þingmanna að umtalsefni sínu og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn en þá ræðu má horfa á hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
„Að því sögðu vil ég nota tækifærið og segja að ólíkt flestum ykkar hér inni þá er ég greindur, það er að segja greindur einhverfur,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag þar sem hann gerði Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins að umfjöllunarefni. Hann sagði hlutverk stöðvarinnar að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar en helstu fatlanir barna sem leiða til tilvísunar á greiningarstöðina eru einhverfa, hreyfihömlun og blinda. Hann sagði 300 börnum vísað til greiningarstöðvarinnar á ári en þar af er um sextíu vísað frá árlega vegna þess að stofnunin annar ekki öllum hópum við núverandi aðstæður.Vill verkefni til einkaaðila Hann hvatti Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra til að tryggja með öllum tiltækum ráðum að varnarlausustu einstaklingar landsins fái þá aðstoð sem þeir þurfa jafn snemma og þörf er á, til dæmi með útvistun verkefna til einkaaðila. „Það getur haft mjög mikil áhrif á lífsgæði viðkomandi að bæði greina stöðuna rétt snemma og enn frekar að bregðast við nægjanlega snemma,“ sagði Sigurður Örn og bætti við að endingu að þó hann sé mögulega fyrsti einhverfi þingmaðurinn þá sé ekki nokkur vafi á að bæði í fortíð og nútíð hafi starfað hér fólk með allskonar raskanir. „Og mér sýnist að það sé alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér,“ sagði Sigurður en heyra má ræðu hans hér. Vill bæta kjör þingmanna Sigurður Örn vakti athygli í síðustu viku þegar hann flutti fyrstu ræðu sína á Alþingi en hann gerði kjör og starsumhverfi þingmanna að umtalsefni sínu og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn en þá ræðu má horfa á hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07