Erlent

Yfirmaður NATO fundar með utanríkisráðherra Rússlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Jens Stoltenberg og Sergey Lavrov.
Jens Stoltenberg og Sergey Lavrov. Vísir/AFP
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, mun funda með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Stoltenberg ræðir við Lavrov, en samband NATO og Rússlands hefur ekki verið verra frá tímum kalda stríðsins.

AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni NATO að fundur þeirra muni eiga sér stað á öryggisráðstefnu í Munich, sem hefst á föstudaginn.

Stoltenberg mun einnig funda með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu og fleiri aðilum.


Tengdar fréttir

Rússland í ruslflokk

Standard & Poor´s hefur fært lánshæfismat Rússlands niður í ruslflokk í fyrsta sinn í áratug. S&P gaf Rússlandi lánshæfismatseinkunnina BB+ og er Rússland þá komið niður í sama flokk og Indónesía og Búlgaría.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×