Erlent

Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund

Atli Ísleifsson skrifar
Aðskilnaðarsinnar hafa sótt hart að borginni Debaltseve síðustu daga.
Aðskilnaðarsinnar hafa sótt hart að borginni Debaltseve síðustu daga. Vísir/AFP
Leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur kynnt áætlun um að safna 100 þúsund nýjum liðsmönnum í hersveitir aðskilnaðarsinna. Harðir bardagar hafa geisað milli aðskilnaðarsinna og stjórnarhers landsins síðustu daga, sér í lagi í kringum borgina Debaltseve.

Tugir manna fórust í átökum helgarinnar. Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga.

Aðskilnaðarsinnar hafa sótt hart að borginni Debaltseve, en borgin er hernaðarlega mikilvæg þar sem hún tengir aðrar stærri borgir saman. Þá hafa átök einnig staðið yfir í borginni Donetsk sem er á valdi aðskilnaðarsinna.

Til stóð að reyna að ná samkomulagi um vopnahlé á fundi í Hvíta-Rússlandi um helgina, en ekkert varð úr þeim viðræðum þar sem fulltrúar aðskilnaðarsinna mættu ekki.


Tengdar fréttir

Hart barist síðustu daga

Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu sögðust í gær vera búnir að ná flugvellinum í Donetsk aftur á sitt vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×