Bændur vilja nálgast hina lattelepjandi lopatrefla Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 15:19 Bændur munu leggja undir sig Hörpuna eftir rúma viku og það leggst bara vel í Halldór Guðmundsson. Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson. Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson.
Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56
Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09