Erlent

Móðir hélt þremur börnum föngnum í yfir tíu ár í smábæ í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið hefur vakið mikinn óhug í Svíþjóð.
Málið hefur vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Mynd/Forsíða Kvällposten
Þriggja barna móðir hefur verið handtekin í bænum Bromölla á Skáni í Svíþjóð grunuð um að hafa haldið börnum sínum föngnum í yfir tíu ár. Faðir tveggja barnanna hefur ekki séð börnin sín síðan 1998.

Samkvæmt frétt Kvällposten er konan 59 ára og braut lögregla sér leið inn í íbúð konunnar í fjölbýlishúsi í morgun. Nágranni sem búið hefur í húsinu í lengri tíma segist aldrei hafa orðið vör við fjölskylduna.

Það voru börn konunnar, sem öll eru eldri en átján ára, sem náðu eyrum nágranna sem leituðu til lögreglu. Faðir tveggja barnanna segir í viðtali við Kvällposten hafa leitað barnanna í sautján ár. Þriðja barnið sé konunnar úr fyrra sambandi og sjö árum eldri en hans börn.

Maðurinn segir að slitnað hafi upp úr sambandi hans og konunnar árið 1998. Þau hafi ekki átt samleið. Hann hafi reynt að halda sambandi við börnin en konan gert honum erfitt fyrir. Lögfræðingur hennar hafi meðal annars tjáð honum að hún væri flutt með börnin til Ástralíu en fyrirspurnir til sænska sendiráðsins þar í landi skiluðu engu.

Frétt Kvällposten má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×