Segir Arion Banka og Landsbankann hafa tapað á virðisbreytingu lána ingvar haraldsson skrifar 19. febrúar 2015 11:00 Hafsteinn Gunnar Hauksson hagfræðingur segir hagnað bankanna ekki drifinn áfram af virðisbreytingum lánasafna öfugt við það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt fram á Alþingi í gær. vísir/gva Íslandsbanki hefur einn íslenskra banka hagnast á virðisbreytingum lánasafna á árunum 2009-2013. Arion Banki hefur tapað 12 milljörðum króna og Landabankinn hefur tapað 7 milljörðum á virðisbreytingum. Þessu heldur hagfræðingurinn Hafsteinn Gunnar Hauksson fram í grein sem birtist í Hjálmum, tímariti hagfræðinema við Háskóla Íslands.Hagnaður bankanna á árunum 2009-2013 var um 280 milljarðar króna.mynd/kristinnÞetta stangast á við ummæli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lét falla á Alþingi í gær í umræðum um ásakanir Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi við endurreisn bankakerfisins. Sigmundur sagði að hagnaður nýju bankanna frá stofnun þeirra, tæplega 300 milljarðar, væri fyrst og fremst drifinn áfram af á því verði sem lánasöfn bankanna hefðu verið færð yfir á. Sigmundur segir hagnaðinn vegna afsláttar „Hvernig varð þessi hagnaður upp á 300 milljarða kr. til? Að langmestu leyti að því er virðist, þó að ástæða sé til að skoða það í samhengi við þetta, með því að uppfæra mat á eignum sem höfðu verið færðar yfir í nýju bankana með verulegum afslætti rétt eins og við framsóknarmenn bentum á þegar í byrjun árs 2009 þegar tækifæri var til, og ekki bara tækifæri eins og ég nefndi áðan heldur nauðsyn, fullkomlega réttlætanleg nauðsyn, á að leyfa almenningi í einhverju að njóta þeirra afskrifta sem farið höfðu fram á skuldum almennings á Íslandi,“ sagði Sigmundur Davíð. Hafsteinn Gunnar segir að langt sé frá að hagnaður bankanna sé drifinn áfram af því virði sem lánasöfn bankanna voru færð yfir á. Inn í þessa mynd vanti skuldabréf sem gefið var út á Arion banka og Landsbankann sem var tengt virði lánasafns bankanna.Miðað við útreikninga Hafsteins hefur Íslandsbanki einn hagnast á virðisbreytingum lánamynd/hjálmar„Við stofnun tóku nýju bankarnir yfir bæði innlendar eignir og innstæður gömlu bankanna, en einmitt vegna þess hve mikil óvissa ríkti um verðmæti eignasafnanna voru gefin út skilyrt skuldabréf tengd verðmæti þeirra í tilviki Landsbankans og Arion banka. Í grófum dráttum voru skilmálar bréfanna útfærðir þannig að ef heimtur af lánasöfnunum reyndust betri en á horfðist, þ.e. ef afslátturinn sem veittur var af verðmæti þeirra við stofnun bankanna reyndist of ríflegur, þá skyldi hluti ávinningsins skila sér til gömlu bankanna – enda höfðu þeir neyðst til að láta eignirnar af hendi á matsverði undirseldu verulegri óvissu,“ segir Hafsteinn.Tveir af þremur tapað á virðisbreytingum Vegna þessa segir Hafsteinn Arion Banka og Landsbankann hafa tapað fé en ekki grætt á virðisbreytingu lánasafns þeirra. „Landsbankinn og Arion banki hafa fært virðishækkun af lánasöfnum sínum til tekna hefur hún því ekki alltaf skilað sér í afkomubata þar sem bankarnir hafa þurft að gjaldfæra virðisbreytingar vegna þessara skilyrtu skuldabréfa á móti. Heildaráhrif virðisbreytinga útlána (þ.e. nettóáhrif virðishækkunar, –rýrnunar og virðisbreytinga skilyrtra skuldabréfa sem af þeim leiðir) voru því neikvæð á tekjur bæði Landsbankans og Arion banka á árabilinu 2009-2013 um 7 og 12 milljarða króna," segir Hafsteinn. Hinsvegar hafi slíkt skuldabréf ekki verið gefið út í tilfelli Íslandsbanka og því hafi bankinn hagnast um 34 milljarða króna á virðisbreytingu lánasafns þeirra. Því hafi samanlagður hagnaður bankanna vegna virðisbreytingu lána numið 15 milljörðum af um 280 milljarða hagnaði bankanna á árunum 2009-2013. Það er um 5% af heildarhagnaði bankanna á tímabilinu. Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar ásakanir um mistök við endurreisn bankanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ástæðu til að rannsaka pólitísk mistök fyrri ríkisstjórnar við endurreisn bankanna kröfuhöfum í hag og á kostnað almennings. 18. febrúar 2015 18:45 Ríkið kom betur undan endurreisn bankanna en á horfðist Íslenska ríkið kom betur út úr endurreisn bankakerfisins en áhorfðist í fyrstu þegar nýju bankarnir voru stofnaðir. Ekkert er hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar, segir lögmaður sem kom að endurreisn bankakerfisins fyrir stjórnvöld. 29. janúar 2015 20:08 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson aflaði. Hann segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. 25. janúar 2015 20:54 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslandsbanki hefur einn íslenskra banka hagnast á virðisbreytingum lánasafna á árunum 2009-2013. Arion Banki hefur tapað 12 milljörðum króna og Landabankinn hefur tapað 7 milljörðum á virðisbreytingum. Þessu heldur hagfræðingurinn Hafsteinn Gunnar Hauksson fram í grein sem birtist í Hjálmum, tímariti hagfræðinema við Háskóla Íslands.Hagnaður bankanna á árunum 2009-2013 var um 280 milljarðar króna.mynd/kristinnÞetta stangast á við ummæli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lét falla á Alþingi í gær í umræðum um ásakanir Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi við endurreisn bankakerfisins. Sigmundur sagði að hagnaður nýju bankanna frá stofnun þeirra, tæplega 300 milljarðar, væri fyrst og fremst drifinn áfram af á því verði sem lánasöfn bankanna hefðu verið færð yfir á. Sigmundur segir hagnaðinn vegna afsláttar „Hvernig varð þessi hagnaður upp á 300 milljarða kr. til? Að langmestu leyti að því er virðist, þó að ástæða sé til að skoða það í samhengi við þetta, með því að uppfæra mat á eignum sem höfðu verið færðar yfir í nýju bankana með verulegum afslætti rétt eins og við framsóknarmenn bentum á þegar í byrjun árs 2009 þegar tækifæri var til, og ekki bara tækifæri eins og ég nefndi áðan heldur nauðsyn, fullkomlega réttlætanleg nauðsyn, á að leyfa almenningi í einhverju að njóta þeirra afskrifta sem farið höfðu fram á skuldum almennings á Íslandi,“ sagði Sigmundur Davíð. Hafsteinn Gunnar segir að langt sé frá að hagnaður bankanna sé drifinn áfram af því virði sem lánasöfn bankanna voru færð yfir á. Inn í þessa mynd vanti skuldabréf sem gefið var út á Arion banka og Landsbankann sem var tengt virði lánasafns bankanna.Miðað við útreikninga Hafsteins hefur Íslandsbanki einn hagnast á virðisbreytingum lánamynd/hjálmar„Við stofnun tóku nýju bankarnir yfir bæði innlendar eignir og innstæður gömlu bankanna, en einmitt vegna þess hve mikil óvissa ríkti um verðmæti eignasafnanna voru gefin út skilyrt skuldabréf tengd verðmæti þeirra í tilviki Landsbankans og Arion banka. Í grófum dráttum voru skilmálar bréfanna útfærðir þannig að ef heimtur af lánasöfnunum reyndust betri en á horfðist, þ.e. ef afslátturinn sem veittur var af verðmæti þeirra við stofnun bankanna reyndist of ríflegur, þá skyldi hluti ávinningsins skila sér til gömlu bankanna – enda höfðu þeir neyðst til að láta eignirnar af hendi á matsverði undirseldu verulegri óvissu,“ segir Hafsteinn.Tveir af þremur tapað á virðisbreytingum Vegna þessa segir Hafsteinn Arion Banka og Landsbankann hafa tapað fé en ekki grætt á virðisbreytingu lánasafns þeirra. „Landsbankinn og Arion banki hafa fært virðishækkun af lánasöfnum sínum til tekna hefur hún því ekki alltaf skilað sér í afkomubata þar sem bankarnir hafa þurft að gjaldfæra virðisbreytingar vegna þessara skilyrtu skuldabréfa á móti. Heildaráhrif virðisbreytinga útlána (þ.e. nettóáhrif virðishækkunar, –rýrnunar og virðisbreytinga skilyrtra skuldabréfa sem af þeim leiðir) voru því neikvæð á tekjur bæði Landsbankans og Arion banka á árabilinu 2009-2013 um 7 og 12 milljarða króna," segir Hafsteinn. Hinsvegar hafi slíkt skuldabréf ekki verið gefið út í tilfelli Íslandsbanka og því hafi bankinn hagnast um 34 milljarða króna á virðisbreytingu lánasafns þeirra. Því hafi samanlagður hagnaður bankanna vegna virðisbreytingu lána numið 15 milljörðum af um 280 milljarða hagnaði bankanna á árunum 2009-2013. Það er um 5% af heildarhagnaði bankanna á tímabilinu.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra ítrekar ásakanir um mistök við endurreisn bankanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ástæðu til að rannsaka pólitísk mistök fyrri ríkisstjórnar við endurreisn bankanna kröfuhöfum í hag og á kostnað almennings. 18. febrúar 2015 18:45 Ríkið kom betur undan endurreisn bankanna en á horfðist Íslenska ríkið kom betur út úr endurreisn bankakerfisins en áhorfðist í fyrstu þegar nýju bankarnir voru stofnaðir. Ekkert er hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar, segir lögmaður sem kom að endurreisn bankakerfisins fyrir stjórnvöld. 29. janúar 2015 20:08 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson aflaði. Hann segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. 25. janúar 2015 20:54 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Forsætisráðherra ítrekar ásakanir um mistök við endurreisn bankanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ástæðu til að rannsaka pólitísk mistök fyrri ríkisstjórnar við endurreisn bankanna kröfuhöfum í hag og á kostnað almennings. 18. febrúar 2015 18:45
Ríkið kom betur undan endurreisn bankanna en á horfðist Íslenska ríkið kom betur út úr endurreisn bankakerfisins en áhorfðist í fyrstu þegar nýju bankarnir voru stofnaðir. Ekkert er hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar, segir lögmaður sem kom að endurreisn bankakerfisins fyrir stjórnvöld. 29. janúar 2015 20:08
Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00
Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson aflaði. Hann segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. 25. janúar 2015 20:54