Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna ingvar haraldsson skrifar 17. febrúar 2015 15:00 Brynjar Níelsson alþingismaður Brynjar telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um glæpsamlegt athæfi ráðamanna við endurreisn bankakerfisins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. Þetta kemur fram í skýrslu Brynjars til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir „hrægammasjóðir“ hagnast um 300 til 400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar, ekki síst fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra.Sjá einnig: Þungar ásakanir gegn Steingrími Brynjar segir bráðabirgðamat Fjármáleftirlitsins frá því í október 2008 hefi ekki verið endanlegur úrskurður um verðmæti eigna bankanna líkt og Víglundur heldur fram og bendir máli sínu til stuðnings á skýrslu sem þáverandi fjármálaráðherra ritaði til Alþingis í mars 20011. „Einnig ber að hafa í huga að sú skipting eigna sem Deloitte byggði mat sitt á var ekki endanlega skiptingin því að leiðréttingar fóru fram á skiptingunni eftir að gögn til handa Deloitte voru tekin út úr upplýsingakerfum bankanna. Hin endanlega skipting kemur ekki fram fyrr en með stofnefnahagsreikningum nýju bankanna,” segir í skýrslu ráðherrans.Ríkið hefði þurft að greiða fyrir bankana Brynjar segir að íslenska ríkið hafi vissulega átt bankana við stofnun þeirra. Hinsvegar bendir Brynjar á að hefði íslenska ríkið hefði ætlað sér að eiga bankanna til lengri tíma hefði þurft að greiða slitabúunum fyrir þá. Það hefði getað orðið afar kostnaðarsamt miðað við þau lánskjör sem í boði voru á þeim tíma. „Í þessu sambandi er rétt að benda á að hefði sú leið verið farin að nýju bankarnir væru áfram í eigu ríkisins og gæfu út skuldabréf til slitabúanna hefði ríkissjóður lagt bönkunum til allt eigið fé og má búast við að þá hefði þurft að taka að láni samtals allt að 400 milljarða króna á afar lélegum kjörum eins og ástandið var á þessum tíma,“ segir í skýrslu Brynjars.Víglundur Þorsteinsson telur stórfelld lögbrot hafa verið framin við endurreisn bankanna.Þá telur Brynjar þá leið sem farin var með því að Arion Banki og Íslandsbanki yrðu að mestu í eigu slitabúa bankanna ekki ólöglega. „Með hliðsjón af öllu framansögðu er ekki fallist á að í samkomulagsleiðinni um skiptingu eigna og skulda, sem nýju bankarnir tóku yfir, hafi verið farið á svig við lög. Enn síður er nokkuð sem bendir til þess að beitt hafi verið með skipulögðum hætti blekkingum og svikum til hagsbóta fyrir erlenda kröfuhafa á kostnað ríkisins og einstakra skuldara,“ segir í skýrslunni. „Samkvæmt framansögðu er það mat skýrsluhöfundar að það hafi hvorki verið ólögmætt né óskynsamlegt að slitabúin fengju yfirgnæfandi hlut í Arion banka og Íslandsbanka, enda ekki óeðlilegt þar sem verið var að færa yfir skuldir og eignir gömlu bankanna í þá nýju.“Skortur á gögnum frá Víglundi olli töfum Brynjar segir einnig að ritun skýrslunnar hafi tekið lengri tíma en áætlað var. „Ástæður þess eru fyrst og fremst þær að gögn þau sem fylgdu erindi Víglundar Þorsteinssonar til Alþingis voru ófullnægjandi og því var ekki hægt að leggja mat á þær fullyrðingar og ásakanir sem þar komu fram, án þess að afla frekari gagna, fara yfir lög, reglur og stjórnsýsluákvarðanir sem tengdust málefninu og ræða við ýmsa sem voru með einum eða öðrum hætti þátttakendur í atburðarásinni og aðra sem miðlað gátu af þekkingu sinni.“ Tengdar fréttir Brynjar skilar skýrslu um ásakanir Víglundar á næsta nefndarfundi Brynjar Níelsson stefnir á að skila stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skýrslu um ásakanir Víglundar Þorsteinssonar sem segir stórfelld lögbrot hafa verið framin við endurreisn bankakerfisins. 9. febrúar 2015 12:01 Þungar ásakanir gegn Steingrími Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi. 24. janúar 2015 07:00 FME kannar hvernig gögn láku til fjölmiðla Fjármálaeftirlitið harmar að gögn með ítarlegum upplýsingum um viðskiptavini bankanna hafi birst opinberlega. 30. janúar 2015 09:36 Lán færð yfir með miklum afslætti en engin skýr svör gefin Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal gagna sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent Alþingi, sýna svart á hvítu að lánasöfn bankanna voru færð yfir í nýju bankana með miklum afslætti sem í sumum tilvikum nam upp undir 50 prósentum. 24. janúar 2015 18:45 Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson aflaði. Hann segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. 25. janúar 2015 20:54 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. Þetta kemur fram í skýrslu Brynjars til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir „hrægammasjóðir“ hagnast um 300 til 400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar, ekki síst fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra.Sjá einnig: Þungar ásakanir gegn Steingrími Brynjar segir bráðabirgðamat Fjármáleftirlitsins frá því í október 2008 hefi ekki verið endanlegur úrskurður um verðmæti eigna bankanna líkt og Víglundur heldur fram og bendir máli sínu til stuðnings á skýrslu sem þáverandi fjármálaráðherra ritaði til Alþingis í mars 20011. „Einnig ber að hafa í huga að sú skipting eigna sem Deloitte byggði mat sitt á var ekki endanlega skiptingin því að leiðréttingar fóru fram á skiptingunni eftir að gögn til handa Deloitte voru tekin út úr upplýsingakerfum bankanna. Hin endanlega skipting kemur ekki fram fyrr en með stofnefnahagsreikningum nýju bankanna,” segir í skýrslu ráðherrans.Ríkið hefði þurft að greiða fyrir bankana Brynjar segir að íslenska ríkið hafi vissulega átt bankana við stofnun þeirra. Hinsvegar bendir Brynjar á að hefði íslenska ríkið hefði ætlað sér að eiga bankanna til lengri tíma hefði þurft að greiða slitabúunum fyrir þá. Það hefði getað orðið afar kostnaðarsamt miðað við þau lánskjör sem í boði voru á þeim tíma. „Í þessu sambandi er rétt að benda á að hefði sú leið verið farin að nýju bankarnir væru áfram í eigu ríkisins og gæfu út skuldabréf til slitabúanna hefði ríkissjóður lagt bönkunum til allt eigið fé og má búast við að þá hefði þurft að taka að láni samtals allt að 400 milljarða króna á afar lélegum kjörum eins og ástandið var á þessum tíma,“ segir í skýrslu Brynjars.Víglundur Þorsteinsson telur stórfelld lögbrot hafa verið framin við endurreisn bankanna.Þá telur Brynjar þá leið sem farin var með því að Arion Banki og Íslandsbanki yrðu að mestu í eigu slitabúa bankanna ekki ólöglega. „Með hliðsjón af öllu framansögðu er ekki fallist á að í samkomulagsleiðinni um skiptingu eigna og skulda, sem nýju bankarnir tóku yfir, hafi verið farið á svig við lög. Enn síður er nokkuð sem bendir til þess að beitt hafi verið með skipulögðum hætti blekkingum og svikum til hagsbóta fyrir erlenda kröfuhafa á kostnað ríkisins og einstakra skuldara,“ segir í skýrslunni. „Samkvæmt framansögðu er það mat skýrsluhöfundar að það hafi hvorki verið ólögmætt né óskynsamlegt að slitabúin fengju yfirgnæfandi hlut í Arion banka og Íslandsbanka, enda ekki óeðlilegt þar sem verið var að færa yfir skuldir og eignir gömlu bankanna í þá nýju.“Skortur á gögnum frá Víglundi olli töfum Brynjar segir einnig að ritun skýrslunnar hafi tekið lengri tíma en áætlað var. „Ástæður þess eru fyrst og fremst þær að gögn þau sem fylgdu erindi Víglundar Þorsteinssonar til Alþingis voru ófullnægjandi og því var ekki hægt að leggja mat á þær fullyrðingar og ásakanir sem þar komu fram, án þess að afla frekari gagna, fara yfir lög, reglur og stjórnsýsluákvarðanir sem tengdust málefninu og ræða við ýmsa sem voru með einum eða öðrum hætti þátttakendur í atburðarásinni og aðra sem miðlað gátu af þekkingu sinni.“
Tengdar fréttir Brynjar skilar skýrslu um ásakanir Víglundar á næsta nefndarfundi Brynjar Níelsson stefnir á að skila stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skýrslu um ásakanir Víglundar Þorsteinssonar sem segir stórfelld lögbrot hafa verið framin við endurreisn bankakerfisins. 9. febrúar 2015 12:01 Þungar ásakanir gegn Steingrími Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi. 24. janúar 2015 07:00 FME kannar hvernig gögn láku til fjölmiðla Fjármálaeftirlitið harmar að gögn með ítarlegum upplýsingum um viðskiptavini bankanna hafi birst opinberlega. 30. janúar 2015 09:36 Lán færð yfir með miklum afslætti en engin skýr svör gefin Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal gagna sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent Alþingi, sýna svart á hvítu að lánasöfn bankanna voru færð yfir í nýju bankana með miklum afslætti sem í sumum tilvikum nam upp undir 50 prósentum. 24. janúar 2015 18:45 Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson aflaði. Hann segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. 25. janúar 2015 20:54 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Brynjar skilar skýrslu um ásakanir Víglundar á næsta nefndarfundi Brynjar Níelsson stefnir á að skila stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skýrslu um ásakanir Víglundar Þorsteinssonar sem segir stórfelld lögbrot hafa verið framin við endurreisn bankakerfisins. 9. febrúar 2015 12:01
Þungar ásakanir gegn Steingrími Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi. 24. janúar 2015 07:00
FME kannar hvernig gögn láku til fjölmiðla Fjármálaeftirlitið harmar að gögn með ítarlegum upplýsingum um viðskiptavini bankanna hafi birst opinberlega. 30. janúar 2015 09:36
Lán færð yfir með miklum afslætti en engin skýr svör gefin Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal gagna sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent Alþingi, sýna svart á hvítu að lánasöfn bankanna voru færð yfir í nýju bankana með miklum afslætti sem í sumum tilvikum nam upp undir 50 prósentum. 24. janúar 2015 18:45
Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson aflaði. Hann segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. 25. janúar 2015 20:54