Ræða Geirs á ársþinginu: "Skora á FH að falla frá málsókninni" Anton Ingi Leifsson skrifar 14. febrúar 2015 15:15 Geir stendur í ströngu um helgina. Vísir/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, opnaði 49. ársþing KSÍ með ræðu sinni, en ársþingið fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík. Formaðurinn kemur víða við, en hann fær mótframboð frá sundlaugarverðinum Jónasi Ými Jónassyni, en úrslitin eru væntanlega hvað og hverju. Geir kemur meðal annars inn á að hann skori á knattspyrnudeild FH að falla frá málsókn sinni vegna útgáfu aðgönguskírteina árið 2013. Málið verður tekið fyrir í Héraðsómi Reykjavíkur, en frávísunarkröfu KSÍ var hafnað. Hann segist vonast til að menn leiti lausna innan hreyfingarinnar, eins og lög KSÍ kveða á um. Ræðan er annars aðalega að rifja upp árið 2014 sem var frábært ár að mati Geirs. Hann talar meðal annars um mannvirkjamál sem hann segir vera í góðum farvegi á Íslandi.Ræða Geirs í heild sinni: Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli víða og langt út fyrir strendur Íslands. Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur landsliðs okkar skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi. A landslið karla hóf leik í undankeppni EM 2016. Eftir 3 sigurleiki í röð beið liðið ósigur gegn Tékkum í Plzen í Tékklandi og situr nú í öðru sæti í sínum riðli þegar fjórum umferðum af tíu er lokið. Þessi góða byrjun gefur fyrirheit um gott gengi í undankeppninni og stefnan er sett á úrslitakeppnina í Frakklandi 2016, en í fyrsta sinn munu 24 landslið leika til úrslita. Í sumar byrjar svo einnig undirbúningur fyrir HM 2018 í Rússlandi þegar dregið verður í riðla í St. Pétursborg 25. júlí nk. en undankeppnin í Evrópu hefst rúmu ári síðar, haustið 2016. Það verða því mörg járn í eldinum þegar líður á árið. Sl. mars var samþykkt á þingi UEFA að hefja nýja keppni A landsliða karla frá og með haustinu 2018, að lokinni úrslitakeppni HM í Rússlandi. Keppnin ber heitið Nations League – Þjóðadeildin. Deildin verður leikinn á alþjóðlegum leikdögum að hausti þegar ártalið er slétt tala, fyrst 2018. Keppnin fer fram í 4 deildum eftir styrkleika landsliðanna og innan hverrar deildar verða 4 riðlar. Þessi keppni – Þjóðadeildin – kemur í stað mikils hluta vináttuleikja og verður hún markaðssett af UEFA að mestu leyti eins og undankeppni EM og HM í Evrópu. Röð liða í deildinni mun ráða styrkleikaflokkun þegar dregið verður í undankeppni EM og HM í framtíðinni auk þess sem hún mun gefa aukasæti í úrslitakeppni EM og HM. Þjóðadeildin hefur síðan áhrif á leikadaga undankeppni EM og HM, fyrst í undankeppni EM 2020. Framvegis verður undankeppni EM (og einnig undankeppni HM í Evrópu) leiknin á sama almanaksárinu en ekki frá hausti til hausts eins og nú er. Þetta þýðir að undankeppni EM verður eingöngu leikinn árið 2019. Af þessu má ráða að frá og með haustinu 2018 þarf A landslið karla að leika í nóvember, 2 leiki, og auðvitað verður mikilvægt að leika á heimavelli a.m.k. annan leikinn. Tveir leikir í mars í byrjun undankeppni verða á útivelli og því enn mikilvægara að leika heima í nóvember. Það er ljóst að þessar breytingar kalla á úrbætur á Laugardalsvelli, sér í lagi á leikvellinum sjálfum. Koma þarf fyrir hita- og vökvunarkerfi en það verður einungis gert með því að endurbyggja grasvöllinn. Eigandi vallarins, Reykjavíkurborg, þarf að taka ákvörðun um framtíð Laugardalsvallar. Það er von KSÍ að borgin fari eftir tillögum starfshóps borgarstjóra frá sl. kjörtímabili og skilji að frjálsar íþróttir og knattspyrnu á Laugardalsvelli með nýrri aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Laugardalsvöllur getur ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til nútíma knattspyrnuleikvanga á meðan hlaupabrautir eru til staðar. KSÍ hóf á síðasta ári vinnu við endurbætur á flóðlýsingu á Laugardalsvelli til að mæta kröfum UEFA og verður verkinu lokið á þessu ári. Verkið er að öllu leyti styrkt af UEFA. Góður árangur A landsliðs karla á árinu var ánægjulegur en það var einnig ánægjuleg stund að hitta gamla landsliðsmenn og leiðtoga sl. desember í höfuðstöðvum KSÍ og afhenta þeim eintak af bókinni: Saga landsliðs karla, sem KSÍ gaf út og Sigmundur Ó. Steinarsson ritaði. Saga A landsliðs karla greinir frá leikjum úrvalsliða snemma á síðustu öld, fyrsta landleiknum við Dani 1946 og svo öllum leikjum sem á eftir hafa fylgt. KSÍ hefur með útgáfunni varðveitt mikilvæga sögu íslenskrar knattspyrnu. Starf og áhugi Sigmundar á varðveislu sögu KSÍ hefur við þessa útgáfu verið ómetanlegur og á hann miklar þakkir skildar. A landslið kvenna átti gott ár en tókst ekki að komast í úrslitakeppni HM 2015 sem fram fer í Kanada, en þar leika í fyrsta sinn 24 þjóðir til úrslita í HM A landsliða kvenna. Tveir ósigrar gegn öflugu landsliði Sviss og einn gegn Danmörku urðu til þess að Ísland sat eftir. Sviss sigraði af öryggi í riðlinum og komst á HM en Ísland hafnaði í öðru sæti, stigi á undan Danmörku. Kynslóðaskipti halda áfram hjá liðinu sem undirbýr sig nú fyrir undankeppni EM 2017, en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi. Í fyrsta sinn leika þar 16 þjóðir til úrslita. Dregið verður í riðla í undankeppninni 13. apríl nk. og er landslið Íslands í efsta styrkleikaflokki sem sýnir sterka stöðu liðsins í Evrópu. Riðlarnir verða átta með fimm þjóðum hver. Samningur við þjálfara liðsins, Frey Alexandersson, var endurnýjaður og gildir til ársloka 2016. Tveir leikmenn liðsins náðu þeim árangri að leika sinn 100. landsleik á árinu, þær Þóra B Helgadóttir, sem hætti í lok árs og Dóra María Lárusdóttir. KSÍ þakkar þeim fyrir frábært framlag til íslenskrar knattspyrnu. U21 landslið karla náði góðum árangri í undankeppni EM 2015, hafnaði í 2. sæti í sínum riðli á eftir Frakklandi. Liðið vann sér rétt til að leika í umspili gegn landsliði Danmerkur um laust sæti í úrslitakeppninni, sem fram fer í Tékklandi. Eftir markalaust jafntefli í Álaborg og jafntefli, 1-1, í síðari leiknum á Laugardalsvelli kom það í hlut Dana að fara áfram. Sumir leikmenn íslenska liðsins hafa fengið tækifæri með A landsliðinu og lofa góðu. Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM 2017 og leikur Ísland í riðli með Frakklandi, Úkraínu, Skotlandi, Makedóníu og N-Írlandi. Úrslitakeppnin fer fram í Póllandi og munu 12 þjóðir leika til úrslita í stað 8 eins og verið hefur. Eyjólfur Sverrisson mun áfram stýra liðinu og gildir nýr samningur við hann til ársloka 2016. U19 landslið kvenna og U17 landslið karla komust á árinu áfram úr undankeppni EM 2014/15 og leika í milliriðlum í vor. U17 landslið kvenna tók ekki þátt í undankeppni EM þar sem úrslitakeppnin fer fram á Íslandi næsta sumar og liðið tekur sjálfkrafa þátt sem gestgjafar. Þetta verður í þriðja sinn sem úrslitakeppni yngri landsliða fer fram á Íslandi. Þetta er stórt verkefni sem kallar á mikinn undirbúning og samstarf við aðildarfélögin við framkvæmd leikja. Til úrslita leika átta landslið í tveimur fjögurra liða riðlum í Reykjavík og nágrenni. Keppninni lýkur með úrslitaleik á Hlíðarenda og er von á Michel Platini til landsins til að afhenda verðlaunin. Drengjalandslið Íslands tók þátt í Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína í ágúst og var fulltrúi Evrópu, en alls tók 6 lið þátt - eitt frá hverri heimsálfu. Ísland hlaut mikinn sóma af þátttöku sinni og vann liðið bronsverðlaun. KSÍ stendur á hverju ári fyrir knattspyrnuskóla, markvarðarskóla og úrtökumóti og hefur þessi starfsemi gefist vel. Á árinu var enn aukið við þetta starf með öflugri hæfileikamótun og fóru fulltrúar KSÍ í á þriðja tug heimsókna vítt og breitt um landið, héldu fyrirlestra fyrir iðkendur og stjórnuðu æfingum. Þrír þjálfarar yngri landsliða létu af störfum á árinu, þeir Ólafur Guðbjörnsson, sem þjálfað hefur U19 kvenna frá 1999, Kristinn R Jónsson, sem þjálfað hefur U19 karla frá 2006 og Þorlákur Árnason sem þjálfaði U17 karla í tvö ár. Þeim eru þökkuð góð störf og nýir þjálfarar boðnir velkomnir til starfa, þeir Þórður Þórðarson U19 kvenna, Þorvaldur Örlygsson U19 karla og Halldór Björnsson U17 karla sem jafnframt stýrir hæfileikamótun KSÍ. Mótahaldið var sem fyrr kjarninn í starfsemi KSÍ. Mótanefnd KSÍ skipulagði þúsundir knattspyrnuleikja um land allt í góðu samstarfi við aðildarfélögin. Slæmt ástand grasvalla á höfuðborgarsvæðinu setti mikinn svip á mótahald KSÍ í byrjun sumars svo grípa varð til þess úrræðis að leika á varavöllum í meistaraflokki upp í efstu deild, auk þess sem það var mikil áskorun að koma mörgum leikvöllum í stand fyrir sumarið. Það tókst og í byrjun júní var mótahaldið að mestu komið í fastar skorður. Árið 2014 var ár Stjörnunnar úr Garðabæ, félagið varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í fyrsta sinn auk þess að vinna tvöfalt (deild og bikar) í meistaraflokki kvenna. Frumraun Stjörnunnar í undakeppni Evrópudeildarinnar var glæsilegur vitnisburður fyrir íslenska knattspyrnu og vakti verðskuldaða athygli og aðdáun. Liðið lagði 3 mótherja af velli, sem er íslenskt met, áður en það mætti stórliði Inter Milan í umspili um sæti í Evrópudeildinni 2014/15. Stjarnan mætti Inter á Laugardalsvelli í fyrri leiknum og var uppselt á leikinn og viku síðar mættust liðin á San Síró leikvanginum í Mílanó. Inter var mun sterkari aðilinn og komst áfram. FH átti gott ár í undankeppni Evrópudeildarinnar en féll úr leik í þriðju umferð. Stjarnan varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í fyrsta sinn eins og áður sagði og það án þess að tapa leik, fékk 52 stig. Stjarnan varð Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna annað árið í röð og tapið aðeins einum leik. Leiknir R. og Akranes unnu sér rétt til að leika í efstu deild karla 2015 og á sama hátt gerðu KR og Þróttur R. það í efstu deild kvenna. Leiknir R. leikur í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins – það eru skemmtilegir tímar framundan í Breiðholtinu. KR varð bikarmeistari í meistaraflokki karla í 14. sinn sem er met eftir sigur á Keflavík. Stjarnan varð bikarmeistari í meistaraflokki kvenna í annað sinn eftir sigur á Selfossi. Fjarðabyggð og Grótta unnu sér rétt til að leika í 1. deild karla, Höttur og Leiknir F. unnu sér rétt til að leika í 2. deild karla og Álftanes og Kári að leika í 3. deild karla. Stjórn KSÍ óskar öllum sigurvegurum sl. árs til hamingju með góðan árangur. Bókin Íslensk knattspyrna kom út í 34. sinn á sl. ári og sem fyrr er fjallað ýtarlega um íslenska knattspyrnu í henni í máli og myndum – hún er í reynd árbók íslenskrar knattspyrnu. Það er Víðir Sigurðsson sem er höfundur bókarinnar. Hann á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu. Fræðslustarf KSÍ skipaði sem fyrr veigamikinn sess í starfsemi sambandsins, sérstaklega fyrir þjálfara og dómara, og voru fjölmörg námskeið haldin auk þátttöku í námskeiðum erlendis. Síaukin fræðsla hefur tvímælalaust gert knattspyrnustarfið faglegra. Íslenskir þjálfarar fá nú tækifæri erlendis sem er góð viðurkenning fyrir knattspyrnustarf okkar. Kristinn Jakobsson sem náð hefur allra íslenskra knattspyrnudómara lengst ákvað að láta af störfum í lok árs eftir glæsilegan feril. Hann var kominn á FIFA aldurinn – 45 ára og varð að hætta sem milliríkjadómari en ákvað að láta einnig staðar numið í leikjum á vegum KSÍ. Stjórn KSÍ þakkar Kristni fyrir góð störf og vonast til að njóta krafta hans við fræðslu og þjálfun dómara á komandi árum.Það er í höndum dómaranefndar KSÍ og eftirlitsmanna að meta frammistöðu dómara á hverju ári. Allir hafa skoðun á málinu en faglegt mat byggir á mörgum þáttum. Það skiptir orðið sífellt meira máli að dómarar séu vel þjálfaðir íþróttamenn sem gefi leikmönnum ekkert eftir í líkamlegu atgervi. Mikilvægt framfaraskref var stigið á árinu til þess að bæta dómgæsluna þegar dómaranefnd og dómurumí Pepsi-deild karla gafst kostur á að nálgast upptökur Stöðvar 2 sports af öllum leikjum í deildinni af miðlægum gagnagrunni. Nokkuð oft var deilt um hvort boltinn væri inn eða ekki í sumar. Það er von mín að með tíð og tíma finnist ódýrari lausn en stóru deildirnar styðjast við í dag til að hjálpa dómurum að meta þessi atvik rétt. Stjórn KSÍ leggur áherslu á þjálfun dómara og fagmennsku í þeirra störfum, en stjórn KSÍ er ekki varðhundur fyrir dómara og alls ekki fyrir rangar ákvarðanir. En eitt verðum við öll að gera í knattspyrnuhreyfingunni. Okkur ber að sýna dómurum jafnt sem mótherjum virðingu, aðeins þannig fær leikurinn virðingu almennings. Loks getum við fagnað því að kona var valin besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna. Vonandi er það aðeins byrjuninni á aukinni velgengni og þátttöku kvenna í dómgæslu.Mannvirkjamál eru almennt í góðum farvegi hjá liðum á Íslandi. Það bar helst á árinu að Fylkismenn byggðu nýja og glæsilega stúku á Árbæjarvelli, og með breytingunum var stigið stórt skref að betri aðstöðu fyrir áhorfendur og fjölmiðla. Þá var kláruð vinna við þak yfir aðalstúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Fljótlega mun FH taka í notkun nýtt lítið knatthús og annað í fullri stærð mun fylgja í kjölfarið, auk þess sem slík mannvirki eru til skoðunar víðar t. d. að Hlíðarenda hjá Val, í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Sauðárkróki. Nýir gervigrasvellir eru á dagskrá auk þess sem til stendur að endurnýja gervigrasið á sumum af þeim gervigrasvöllum sem eru í notkun. Það er nauðsynlegt að huga að slíkri endurnýjun fyrr, gervigrasið slitnar og getur í raun orðið ónothæft eftir margra ára notkun fyrir leiki á efstu stigum íslenskrar knattspyrnu. Reglulegt viðhald lengir líftíma þess. Þau ánægjulegu tíðindi urðu í vikunni að Sportfive lýsti yfir áhuga á að halda áfram samstarfi við KSÍ og kaupa réttinn að íslenskri knattspyrnu fyrir komandi ár eins og fyrirtækið hefur gert til fjölda ára. Reyndar urðu breytingar í heimi knattspyrnunnar sem leiddu til þess að Sportfive var á síðasta ári og verður á þessu ári aðeins umboðsaðili á sölu réttindanna. En munnlegt tilboð Sportfive sem barst í vikunni þýðir að fyrirtækið er aftur tilbúið að fjárfesta í íslenskri knattspyrnu. Ég ætla ekki að nefna upphæðir hér enda málinu ekki lokið en eitt er víst að íslensk knattspyrnufélög munu geta vel við unað. Þegar rekstrarniðurstaða íslenskra félaga í tveimur efstu deildum karla er skoðuð árin 2011, 2012 og 2013 kemur í ljós að í heildtekjur þeirra (24 félög) hafa aukist um 10% á þessu tímabili og voru rúmlega 2,5 milljarður 2013. Heildarútgjöld voru á pari við tekjurnar, sem virðist vera lögmál í okkar starfsemi, en það ánægjulega var að á þessum árum hefur heildareiginfjárstaða 24 efstu félaganna farið úr mínus 20 m. kr. í plús 143 m. kr. Fjárhagslegar forsendur leyfiskerfisins hafa því haft jákvæð áhrif á rekstur félaganna.Í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 tóku gildi viðmiðunarreglur um fjárhagsstöðu þeirra félaga sem undirgangast kerfið. Annars vegar er um að ræða reglur um eiginfjárstöðu og hins vegar um skuldabyrði. Segja má að þessar viðmiðunarreglur gjörbreyti í raun þeim fjárhagslegu kröfum sem gerðar eru til þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið. Öll félögin 24 sem undirgengust leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2014 stóðust kröfu um hámarksskuldabyrði, en níu félög þurftu hins vegar að skila gögnum um haustið, þar sem þau stóðust ekki kröfu um jákvæða eiginfjárstöðu.Krafa er gerð um jákvæða eiginfjárstöðu og heildarskuldir og skuldbindingar mega ekki vera hærri en 50% af meðaltali af knattspyrnulegum rekstrartekjum yfir 3 undangengin ár. Heildarskuldastaða 24 efstu félaganna var um 460 m. kr. og hafði í heildina lítillega batnað á milli ári; skuldastaðan batnaði hjá 13 félögum. Rekstur KSÍ á árinu 2014 var í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun á síðasta ársþingi. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2014 námu 1.067 milljónum króna samanborið við 972 milljónir króna árið á undan. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af auknu framlagi frá FIFA og auknum sjónvarpstekjum. Rekstrarkostnaður KSÍ var um 910 milljónir króna og lækkar frá fyrra ári um 18 milljónir króna.Að teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaður af starfsemi KSÍ 161 milljón króna, en áætlun gerði ráð fyrir 150 milljón króna hagnaði. Styrkir og framlög til aðildarfélaga á árinu námu 150 milljónum króna, og hafa aldrei verið meiri, vegna sjónvarps- og markaðsréttinda, styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleira og er í samræmi við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Að teknu tilliti til styrkja og framlaga til aðildarfélaga er því hagnaður af rekstri KSÍ um 11 milljónir króna á árinu 2014. Fjárhags- og eignastaða KSÍ er traust við áramót og lausafjárstaða góð. Handbært fé lækkar á milli ára og var í árslok 2014 um 211 milljónir króna. Eignir námu 639 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var ríflega 211 milljónir króna í árslok. Rekstrartekjur KSÍ voru 1.067 milljónir króna eins og áður sagði, fóru í fyrsta sin yfir milljarð, og að auki runnu um 325 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ sem ekki voru tekjufærðar hjá knattspyrnusambandinu heldur viðkomandi félögum en það voru framlög frá UEFA og tekjur af sjónvarps- og markaðsrétti. Í heild voru tekjurnar því tæpar 1.400 milljónir króna og var tæpur einn fjórði þeirra tekjufærður hjá aðildarfélögum sambandsins. Þá er ótalinn mannvirkjasjóður KSÍ en hann var fjármagnaður að fullu með framlagi frá UEFA og fór til framkvæmda aðildarfélaga. Alls voru greiddar rúmar 29 milljónir króna úr mannvirkjasjóð KSÍ árið 2014. Eins og fram kemur í ársreikningi þá féll á sl. ári dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli KSÍ ehf. gegn Landsbankanum hf., en bankinn hefur áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar og má vænta dóms á þessu ári. Málið snýst um meint ólögmætt lán tengt gengi erlendra gjaldmiðla sem upphaflega var tekið á árinu 2006 og að fullu hefur verið greitt. Hagsmunir okkar eru miklir og geta numið nokkur hundruð milljónir króna. Við erum yfir í hálfleik en eins og við vitum manna best er leiknum ekki lokið fyrr en dómarinn flautar af. Knattspyrnudeild FH ákvað að stefna KSÍ vegna útgáfu aðgönguskírteina 2013. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur en frávísunarkröfu KSÍ var hafnað. Ég vil nota tækifærið og skora á knattspyrnudeild FH að falla frá málsókninni og leita lausna innan hreyfingarinnar eins og lög KSÍ kveða á um. Ég ákvað með stuðningi stjórnar KSÍ að gefa kost á mér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu. Kosið verður um 7 sæti af 15 á þingi UEFA 24. mars nk. og eru 12 í kjöri. Ég reyni að feta í fótspor fyrrverandi formanna, Ellerts og Eggerts sem báðir sátu í stjórn UEFA. Þeir njóta virðingar í Evrópu fyrir störf sín og það hjálpar mér í baráttunni. Ég er í hópi reyndari formanna knattspyrnusambanda í Evrópu, finn fyrir stuðningi en er hóflega bjartsýnn. Ég vonast eftir sigri í þessum slag en satt best að segja skiptir sigur 28. mars gegn Kasakstan mig meira máli; ég vil koma landsliðinu í úrslitakeppni EM í Frakklandi á næsta ári. Það gerum við öll. Mín fyrsta og helsta skylda er að starfa fyrir KSÍ og svo verður áfram njóti ég til þess stuðnings ykkar. Ég er reiðubúinn til áframhaldandi starfa fyrir KSÍ, hef til þess reynslu og þekkingu. Talandi um UEFA, Karen Espelund, fyrsta konan í stjórn UEFA er gestur okkar hér í nokkra daga. Hún nýtur mikillar virðingar innan knattspyrnunnar í Evrópu fyrir störf sín, fyrst sem framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Noregs og nú fyrir störf sín innan Knattspyrnusambands Evrópu. Við þökkum Karen hennar miklu störf og biðjum hana fyrir kveðju til forseta UEFA, Michel Platini og annarra stjórnarmanna. Þakkir til UEFA fyrir ómetanlegan stuðning við íslenska knattspyrnu. Frábært ár er að baki í starfsemi Knattspyrnusambands Íslands. Stundirnar á vellinum voru svo oft skemmtilegar, stuðningur áhorfenda ótrúlegur og úrslitin góð. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnufélaga er einstakur. Þig eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf. Stjórn KSÍ þakkar ykkur forystusveit íslenskrar knattspyrnu fyrir frábær störf á starfsárinu og fyrir gott samstarf. Það er fyrir ykkar miklu störf sem knattspyrnuhreyfingin á Íslandi stendur eins sterk og raun ber vitni. Við óskum ykkur gæfu á komandi keppnistímabili. Ársþing KSÍ er vettvangur til umræðu og breytinga. Við hittumst hér til að ræða saman formlega, en ekki síður til þess að bera saman bækur okkar með óformlegum hætti. Staða íslenskrar knattspyrnu er sterk þegar ég segi 69. ársþing Knattspyrnusambands Íslands sett. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ræða Jónasar Ýmis á ársþinginu: "Einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu" Ansi athyglisverð ræða Jónasar Ýmis Jónassonar á ársþingi KSÍ. 14. febrúar 2015 14:09 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, opnaði 49. ársþing KSÍ með ræðu sinni, en ársþingið fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík. Formaðurinn kemur víða við, en hann fær mótframboð frá sundlaugarverðinum Jónasi Ými Jónassyni, en úrslitin eru væntanlega hvað og hverju. Geir kemur meðal annars inn á að hann skori á knattspyrnudeild FH að falla frá málsókn sinni vegna útgáfu aðgönguskírteina árið 2013. Málið verður tekið fyrir í Héraðsómi Reykjavíkur, en frávísunarkröfu KSÍ var hafnað. Hann segist vonast til að menn leiti lausna innan hreyfingarinnar, eins og lög KSÍ kveða á um. Ræðan er annars aðalega að rifja upp árið 2014 sem var frábært ár að mati Geirs. Hann talar meðal annars um mannvirkjamál sem hann segir vera í góðum farvegi á Íslandi.Ræða Geirs í heild sinni: Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli víða og langt út fyrir strendur Íslands. Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur landsliðs okkar skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi. A landslið karla hóf leik í undankeppni EM 2016. Eftir 3 sigurleiki í röð beið liðið ósigur gegn Tékkum í Plzen í Tékklandi og situr nú í öðru sæti í sínum riðli þegar fjórum umferðum af tíu er lokið. Þessi góða byrjun gefur fyrirheit um gott gengi í undankeppninni og stefnan er sett á úrslitakeppnina í Frakklandi 2016, en í fyrsta sinn munu 24 landslið leika til úrslita. Í sumar byrjar svo einnig undirbúningur fyrir HM 2018 í Rússlandi þegar dregið verður í riðla í St. Pétursborg 25. júlí nk. en undankeppnin í Evrópu hefst rúmu ári síðar, haustið 2016. Það verða því mörg járn í eldinum þegar líður á árið. Sl. mars var samþykkt á þingi UEFA að hefja nýja keppni A landsliða karla frá og með haustinu 2018, að lokinni úrslitakeppni HM í Rússlandi. Keppnin ber heitið Nations League – Þjóðadeildin. Deildin verður leikinn á alþjóðlegum leikdögum að hausti þegar ártalið er slétt tala, fyrst 2018. Keppnin fer fram í 4 deildum eftir styrkleika landsliðanna og innan hverrar deildar verða 4 riðlar. Þessi keppni – Þjóðadeildin – kemur í stað mikils hluta vináttuleikja og verður hún markaðssett af UEFA að mestu leyti eins og undankeppni EM og HM í Evrópu. Röð liða í deildinni mun ráða styrkleikaflokkun þegar dregið verður í undankeppni EM og HM í framtíðinni auk þess sem hún mun gefa aukasæti í úrslitakeppni EM og HM. Þjóðadeildin hefur síðan áhrif á leikadaga undankeppni EM og HM, fyrst í undankeppni EM 2020. Framvegis verður undankeppni EM (og einnig undankeppni HM í Evrópu) leiknin á sama almanaksárinu en ekki frá hausti til hausts eins og nú er. Þetta þýðir að undankeppni EM verður eingöngu leikinn árið 2019. Af þessu má ráða að frá og með haustinu 2018 þarf A landslið karla að leika í nóvember, 2 leiki, og auðvitað verður mikilvægt að leika á heimavelli a.m.k. annan leikinn. Tveir leikir í mars í byrjun undankeppni verða á útivelli og því enn mikilvægara að leika heima í nóvember. Það er ljóst að þessar breytingar kalla á úrbætur á Laugardalsvelli, sér í lagi á leikvellinum sjálfum. Koma þarf fyrir hita- og vökvunarkerfi en það verður einungis gert með því að endurbyggja grasvöllinn. Eigandi vallarins, Reykjavíkurborg, þarf að taka ákvörðun um framtíð Laugardalsvallar. Það er von KSÍ að borgin fari eftir tillögum starfshóps borgarstjóra frá sl. kjörtímabili og skilji að frjálsar íþróttir og knattspyrnu á Laugardalsvelli með nýrri aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Laugardalsvöllur getur ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til nútíma knattspyrnuleikvanga á meðan hlaupabrautir eru til staðar. KSÍ hóf á síðasta ári vinnu við endurbætur á flóðlýsingu á Laugardalsvelli til að mæta kröfum UEFA og verður verkinu lokið á þessu ári. Verkið er að öllu leyti styrkt af UEFA. Góður árangur A landsliðs karla á árinu var ánægjulegur en það var einnig ánægjuleg stund að hitta gamla landsliðsmenn og leiðtoga sl. desember í höfuðstöðvum KSÍ og afhenta þeim eintak af bókinni: Saga landsliðs karla, sem KSÍ gaf út og Sigmundur Ó. Steinarsson ritaði. Saga A landsliðs karla greinir frá leikjum úrvalsliða snemma á síðustu öld, fyrsta landleiknum við Dani 1946 og svo öllum leikjum sem á eftir hafa fylgt. KSÍ hefur með útgáfunni varðveitt mikilvæga sögu íslenskrar knattspyrnu. Starf og áhugi Sigmundar á varðveislu sögu KSÍ hefur við þessa útgáfu verið ómetanlegur og á hann miklar þakkir skildar. A landslið kvenna átti gott ár en tókst ekki að komast í úrslitakeppni HM 2015 sem fram fer í Kanada, en þar leika í fyrsta sinn 24 þjóðir til úrslita í HM A landsliða kvenna. Tveir ósigrar gegn öflugu landsliði Sviss og einn gegn Danmörku urðu til þess að Ísland sat eftir. Sviss sigraði af öryggi í riðlinum og komst á HM en Ísland hafnaði í öðru sæti, stigi á undan Danmörku. Kynslóðaskipti halda áfram hjá liðinu sem undirbýr sig nú fyrir undankeppni EM 2017, en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi. Í fyrsta sinn leika þar 16 þjóðir til úrslita. Dregið verður í riðla í undankeppninni 13. apríl nk. og er landslið Íslands í efsta styrkleikaflokki sem sýnir sterka stöðu liðsins í Evrópu. Riðlarnir verða átta með fimm þjóðum hver. Samningur við þjálfara liðsins, Frey Alexandersson, var endurnýjaður og gildir til ársloka 2016. Tveir leikmenn liðsins náðu þeim árangri að leika sinn 100. landsleik á árinu, þær Þóra B Helgadóttir, sem hætti í lok árs og Dóra María Lárusdóttir. KSÍ þakkar þeim fyrir frábært framlag til íslenskrar knattspyrnu. U21 landslið karla náði góðum árangri í undankeppni EM 2015, hafnaði í 2. sæti í sínum riðli á eftir Frakklandi. Liðið vann sér rétt til að leika í umspili gegn landsliði Danmerkur um laust sæti í úrslitakeppninni, sem fram fer í Tékklandi. Eftir markalaust jafntefli í Álaborg og jafntefli, 1-1, í síðari leiknum á Laugardalsvelli kom það í hlut Dana að fara áfram. Sumir leikmenn íslenska liðsins hafa fengið tækifæri með A landsliðinu og lofa góðu. Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM 2017 og leikur Ísland í riðli með Frakklandi, Úkraínu, Skotlandi, Makedóníu og N-Írlandi. Úrslitakeppnin fer fram í Póllandi og munu 12 þjóðir leika til úrslita í stað 8 eins og verið hefur. Eyjólfur Sverrisson mun áfram stýra liðinu og gildir nýr samningur við hann til ársloka 2016. U19 landslið kvenna og U17 landslið karla komust á árinu áfram úr undankeppni EM 2014/15 og leika í milliriðlum í vor. U17 landslið kvenna tók ekki þátt í undankeppni EM þar sem úrslitakeppnin fer fram á Íslandi næsta sumar og liðið tekur sjálfkrafa þátt sem gestgjafar. Þetta verður í þriðja sinn sem úrslitakeppni yngri landsliða fer fram á Íslandi. Þetta er stórt verkefni sem kallar á mikinn undirbúning og samstarf við aðildarfélögin við framkvæmd leikja. Til úrslita leika átta landslið í tveimur fjögurra liða riðlum í Reykjavík og nágrenni. Keppninni lýkur með úrslitaleik á Hlíðarenda og er von á Michel Platini til landsins til að afhenda verðlaunin. Drengjalandslið Íslands tók þátt í Ólympíuleikum ungmenna í Nanjing í Kína í ágúst og var fulltrúi Evrópu, en alls tók 6 lið þátt - eitt frá hverri heimsálfu. Ísland hlaut mikinn sóma af þátttöku sinni og vann liðið bronsverðlaun. KSÍ stendur á hverju ári fyrir knattspyrnuskóla, markvarðarskóla og úrtökumóti og hefur þessi starfsemi gefist vel. Á árinu var enn aukið við þetta starf með öflugri hæfileikamótun og fóru fulltrúar KSÍ í á þriðja tug heimsókna vítt og breitt um landið, héldu fyrirlestra fyrir iðkendur og stjórnuðu æfingum. Þrír þjálfarar yngri landsliða létu af störfum á árinu, þeir Ólafur Guðbjörnsson, sem þjálfað hefur U19 kvenna frá 1999, Kristinn R Jónsson, sem þjálfað hefur U19 karla frá 2006 og Þorlákur Árnason sem þjálfaði U17 karla í tvö ár. Þeim eru þökkuð góð störf og nýir þjálfarar boðnir velkomnir til starfa, þeir Þórður Þórðarson U19 kvenna, Þorvaldur Örlygsson U19 karla og Halldór Björnsson U17 karla sem jafnframt stýrir hæfileikamótun KSÍ. Mótahaldið var sem fyrr kjarninn í starfsemi KSÍ. Mótanefnd KSÍ skipulagði þúsundir knattspyrnuleikja um land allt í góðu samstarfi við aðildarfélögin. Slæmt ástand grasvalla á höfuðborgarsvæðinu setti mikinn svip á mótahald KSÍ í byrjun sumars svo grípa varð til þess úrræðis að leika á varavöllum í meistaraflokki upp í efstu deild, auk þess sem það var mikil áskorun að koma mörgum leikvöllum í stand fyrir sumarið. Það tókst og í byrjun júní var mótahaldið að mestu komið í fastar skorður. Árið 2014 var ár Stjörnunnar úr Garðabæ, félagið varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í fyrsta sinn auk þess að vinna tvöfalt (deild og bikar) í meistaraflokki kvenna. Frumraun Stjörnunnar í undakeppni Evrópudeildarinnar var glæsilegur vitnisburður fyrir íslenska knattspyrnu og vakti verðskuldaða athygli og aðdáun. Liðið lagði 3 mótherja af velli, sem er íslenskt met, áður en það mætti stórliði Inter Milan í umspili um sæti í Evrópudeildinni 2014/15. Stjarnan mætti Inter á Laugardalsvelli í fyrri leiknum og var uppselt á leikinn og viku síðar mættust liðin á San Síró leikvanginum í Mílanó. Inter var mun sterkari aðilinn og komst áfram. FH átti gott ár í undankeppni Evrópudeildarinnar en féll úr leik í þriðju umferð. Stjarnan varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í fyrsta sinn eins og áður sagði og það án þess að tapa leik, fékk 52 stig. Stjarnan varð Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna annað árið í röð og tapið aðeins einum leik. Leiknir R. og Akranes unnu sér rétt til að leika í efstu deild karla 2015 og á sama hátt gerðu KR og Þróttur R. það í efstu deild kvenna. Leiknir R. leikur í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins – það eru skemmtilegir tímar framundan í Breiðholtinu. KR varð bikarmeistari í meistaraflokki karla í 14. sinn sem er met eftir sigur á Keflavík. Stjarnan varð bikarmeistari í meistaraflokki kvenna í annað sinn eftir sigur á Selfossi. Fjarðabyggð og Grótta unnu sér rétt til að leika í 1. deild karla, Höttur og Leiknir F. unnu sér rétt til að leika í 2. deild karla og Álftanes og Kári að leika í 3. deild karla. Stjórn KSÍ óskar öllum sigurvegurum sl. árs til hamingju með góðan árangur. Bókin Íslensk knattspyrna kom út í 34. sinn á sl. ári og sem fyrr er fjallað ýtarlega um íslenska knattspyrnu í henni í máli og myndum – hún er í reynd árbók íslenskrar knattspyrnu. Það er Víðir Sigurðsson sem er höfundur bókarinnar. Hann á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu. Fræðslustarf KSÍ skipaði sem fyrr veigamikinn sess í starfsemi sambandsins, sérstaklega fyrir þjálfara og dómara, og voru fjölmörg námskeið haldin auk þátttöku í námskeiðum erlendis. Síaukin fræðsla hefur tvímælalaust gert knattspyrnustarfið faglegra. Íslenskir þjálfarar fá nú tækifæri erlendis sem er góð viðurkenning fyrir knattspyrnustarf okkar. Kristinn Jakobsson sem náð hefur allra íslenskra knattspyrnudómara lengst ákvað að láta af störfum í lok árs eftir glæsilegan feril. Hann var kominn á FIFA aldurinn – 45 ára og varð að hætta sem milliríkjadómari en ákvað að láta einnig staðar numið í leikjum á vegum KSÍ. Stjórn KSÍ þakkar Kristni fyrir góð störf og vonast til að njóta krafta hans við fræðslu og þjálfun dómara á komandi árum.Það er í höndum dómaranefndar KSÍ og eftirlitsmanna að meta frammistöðu dómara á hverju ári. Allir hafa skoðun á málinu en faglegt mat byggir á mörgum þáttum. Það skiptir orðið sífellt meira máli að dómarar séu vel þjálfaðir íþróttamenn sem gefi leikmönnum ekkert eftir í líkamlegu atgervi. Mikilvægt framfaraskref var stigið á árinu til þess að bæta dómgæsluna þegar dómaranefnd og dómurumí Pepsi-deild karla gafst kostur á að nálgast upptökur Stöðvar 2 sports af öllum leikjum í deildinni af miðlægum gagnagrunni. Nokkuð oft var deilt um hvort boltinn væri inn eða ekki í sumar. Það er von mín að með tíð og tíma finnist ódýrari lausn en stóru deildirnar styðjast við í dag til að hjálpa dómurum að meta þessi atvik rétt. Stjórn KSÍ leggur áherslu á þjálfun dómara og fagmennsku í þeirra störfum, en stjórn KSÍ er ekki varðhundur fyrir dómara og alls ekki fyrir rangar ákvarðanir. En eitt verðum við öll að gera í knattspyrnuhreyfingunni. Okkur ber að sýna dómurum jafnt sem mótherjum virðingu, aðeins þannig fær leikurinn virðingu almennings. Loks getum við fagnað því að kona var valin besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna. Vonandi er það aðeins byrjuninni á aukinni velgengni og þátttöku kvenna í dómgæslu.Mannvirkjamál eru almennt í góðum farvegi hjá liðum á Íslandi. Það bar helst á árinu að Fylkismenn byggðu nýja og glæsilega stúku á Árbæjarvelli, og með breytingunum var stigið stórt skref að betri aðstöðu fyrir áhorfendur og fjölmiðla. Þá var kláruð vinna við þak yfir aðalstúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Fljótlega mun FH taka í notkun nýtt lítið knatthús og annað í fullri stærð mun fylgja í kjölfarið, auk þess sem slík mannvirki eru til skoðunar víðar t. d. að Hlíðarenda hjá Val, í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Sauðárkróki. Nýir gervigrasvellir eru á dagskrá auk þess sem til stendur að endurnýja gervigrasið á sumum af þeim gervigrasvöllum sem eru í notkun. Það er nauðsynlegt að huga að slíkri endurnýjun fyrr, gervigrasið slitnar og getur í raun orðið ónothæft eftir margra ára notkun fyrir leiki á efstu stigum íslenskrar knattspyrnu. Reglulegt viðhald lengir líftíma þess. Þau ánægjulegu tíðindi urðu í vikunni að Sportfive lýsti yfir áhuga á að halda áfram samstarfi við KSÍ og kaupa réttinn að íslenskri knattspyrnu fyrir komandi ár eins og fyrirtækið hefur gert til fjölda ára. Reyndar urðu breytingar í heimi knattspyrnunnar sem leiddu til þess að Sportfive var á síðasta ári og verður á þessu ári aðeins umboðsaðili á sölu réttindanna. En munnlegt tilboð Sportfive sem barst í vikunni þýðir að fyrirtækið er aftur tilbúið að fjárfesta í íslenskri knattspyrnu. Ég ætla ekki að nefna upphæðir hér enda málinu ekki lokið en eitt er víst að íslensk knattspyrnufélög munu geta vel við unað. Þegar rekstrarniðurstaða íslenskra félaga í tveimur efstu deildum karla er skoðuð árin 2011, 2012 og 2013 kemur í ljós að í heildtekjur þeirra (24 félög) hafa aukist um 10% á þessu tímabili og voru rúmlega 2,5 milljarður 2013. Heildarútgjöld voru á pari við tekjurnar, sem virðist vera lögmál í okkar starfsemi, en það ánægjulega var að á þessum árum hefur heildareiginfjárstaða 24 efstu félaganna farið úr mínus 20 m. kr. í plús 143 m. kr. Fjárhagslegar forsendur leyfiskerfisins hafa því haft jákvæð áhrif á rekstur félaganna.Í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 tóku gildi viðmiðunarreglur um fjárhagsstöðu þeirra félaga sem undirgangast kerfið. Annars vegar er um að ræða reglur um eiginfjárstöðu og hins vegar um skuldabyrði. Segja má að þessar viðmiðunarreglur gjörbreyti í raun þeim fjárhagslegu kröfum sem gerðar eru til þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið. Öll félögin 24 sem undirgengust leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2014 stóðust kröfu um hámarksskuldabyrði, en níu félög þurftu hins vegar að skila gögnum um haustið, þar sem þau stóðust ekki kröfu um jákvæða eiginfjárstöðu.Krafa er gerð um jákvæða eiginfjárstöðu og heildarskuldir og skuldbindingar mega ekki vera hærri en 50% af meðaltali af knattspyrnulegum rekstrartekjum yfir 3 undangengin ár. Heildarskuldastaða 24 efstu félaganna var um 460 m. kr. og hafði í heildina lítillega batnað á milli ári; skuldastaðan batnaði hjá 13 félögum. Rekstur KSÍ á árinu 2014 var í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun á síðasta ársþingi. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2014 námu 1.067 milljónum króna samanborið við 972 milljónir króna árið á undan. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af auknu framlagi frá FIFA og auknum sjónvarpstekjum. Rekstrarkostnaður KSÍ var um 910 milljónir króna og lækkar frá fyrra ári um 18 milljónir króna.Að teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaður af starfsemi KSÍ 161 milljón króna, en áætlun gerði ráð fyrir 150 milljón króna hagnaði. Styrkir og framlög til aðildarfélaga á árinu námu 150 milljónum króna, og hafa aldrei verið meiri, vegna sjónvarps- og markaðsréttinda, styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleira og er í samræmi við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Að teknu tilliti til styrkja og framlaga til aðildarfélaga er því hagnaður af rekstri KSÍ um 11 milljónir króna á árinu 2014. Fjárhags- og eignastaða KSÍ er traust við áramót og lausafjárstaða góð. Handbært fé lækkar á milli ára og var í árslok 2014 um 211 milljónir króna. Eignir námu 639 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var ríflega 211 milljónir króna í árslok. Rekstrartekjur KSÍ voru 1.067 milljónir króna eins og áður sagði, fóru í fyrsta sin yfir milljarð, og að auki runnu um 325 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ sem ekki voru tekjufærðar hjá knattspyrnusambandinu heldur viðkomandi félögum en það voru framlög frá UEFA og tekjur af sjónvarps- og markaðsrétti. Í heild voru tekjurnar því tæpar 1.400 milljónir króna og var tæpur einn fjórði þeirra tekjufærður hjá aðildarfélögum sambandsins. Þá er ótalinn mannvirkjasjóður KSÍ en hann var fjármagnaður að fullu með framlagi frá UEFA og fór til framkvæmda aðildarfélaga. Alls voru greiddar rúmar 29 milljónir króna úr mannvirkjasjóð KSÍ árið 2014. Eins og fram kemur í ársreikningi þá féll á sl. ári dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli KSÍ ehf. gegn Landsbankanum hf., en bankinn hefur áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar og má vænta dóms á þessu ári. Málið snýst um meint ólögmætt lán tengt gengi erlendra gjaldmiðla sem upphaflega var tekið á árinu 2006 og að fullu hefur verið greitt. Hagsmunir okkar eru miklir og geta numið nokkur hundruð milljónir króna. Við erum yfir í hálfleik en eins og við vitum manna best er leiknum ekki lokið fyrr en dómarinn flautar af. Knattspyrnudeild FH ákvað að stefna KSÍ vegna útgáfu aðgönguskírteina 2013. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur en frávísunarkröfu KSÍ var hafnað. Ég vil nota tækifærið og skora á knattspyrnudeild FH að falla frá málsókninni og leita lausna innan hreyfingarinnar eins og lög KSÍ kveða á um. Ég ákvað með stuðningi stjórnar KSÍ að gefa kost á mér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu. Kosið verður um 7 sæti af 15 á þingi UEFA 24. mars nk. og eru 12 í kjöri. Ég reyni að feta í fótspor fyrrverandi formanna, Ellerts og Eggerts sem báðir sátu í stjórn UEFA. Þeir njóta virðingar í Evrópu fyrir störf sín og það hjálpar mér í baráttunni. Ég er í hópi reyndari formanna knattspyrnusambanda í Evrópu, finn fyrir stuðningi en er hóflega bjartsýnn. Ég vonast eftir sigri í þessum slag en satt best að segja skiptir sigur 28. mars gegn Kasakstan mig meira máli; ég vil koma landsliðinu í úrslitakeppni EM í Frakklandi á næsta ári. Það gerum við öll. Mín fyrsta og helsta skylda er að starfa fyrir KSÍ og svo verður áfram njóti ég til þess stuðnings ykkar. Ég er reiðubúinn til áframhaldandi starfa fyrir KSÍ, hef til þess reynslu og þekkingu. Talandi um UEFA, Karen Espelund, fyrsta konan í stjórn UEFA er gestur okkar hér í nokkra daga. Hún nýtur mikillar virðingar innan knattspyrnunnar í Evrópu fyrir störf sín, fyrst sem framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Noregs og nú fyrir störf sín innan Knattspyrnusambands Evrópu. Við þökkum Karen hennar miklu störf og biðjum hana fyrir kveðju til forseta UEFA, Michel Platini og annarra stjórnarmanna. Þakkir til UEFA fyrir ómetanlegan stuðning við íslenska knattspyrnu. Frábært ár er að baki í starfsemi Knattspyrnusambands Íslands. Stundirnar á vellinum voru svo oft skemmtilegar, stuðningur áhorfenda ótrúlegur og úrslitin góð. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnufélaga er einstakur. Þig eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf. Stjórn KSÍ þakkar ykkur forystusveit íslenskrar knattspyrnu fyrir frábær störf á starfsárinu og fyrir gott samstarf. Það er fyrir ykkar miklu störf sem knattspyrnuhreyfingin á Íslandi stendur eins sterk og raun ber vitni. Við óskum ykkur gæfu á komandi keppnistímabili. Ársþing KSÍ er vettvangur til umræðu og breytinga. Við hittumst hér til að ræða saman formlega, en ekki síður til þess að bera saman bækur okkar með óformlegum hætti. Staða íslenskrar knattspyrnu er sterk þegar ég segi 69. ársþing Knattspyrnusambands Íslands sett.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ræða Jónasar Ýmis á ársþinginu: "Einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu" Ansi athyglisverð ræða Jónasar Ýmis Jónassonar á ársþingi KSÍ. 14. febrúar 2015 14:09 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira
Ræða Jónasar Ýmis á ársþinginu: "Einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu" Ansi athyglisverð ræða Jónasar Ýmis Jónassonar á ársþingi KSÍ. 14. febrúar 2015 14:09