Erlent

Vilja að þúsundir hermanna gefist upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Særður úkraínskur hermaður fluttur.
Særður úkraínskur hermaður fluttur. Vísir/EPA
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að aðskilnaðarsinnar í Austur-Úkraínu hafi umkringt sex til átta þúsund hermenn. Aðskilnaðarsinnar vilja að hermennirnir gefist upp áður en vopnahlé tekur gildi á sunnudaginn. Yfirvöld í Kænugarði segja aftur á móti að hermennirnir séu ekki umkringdir.

Putin tók ekki sérstaklega fram hver umræddir hermenn væru, en á vef AFP segir að þeir séu í bænum Debaltseve. Þar hafa úkraínskir hermenn orðið fyrir þungum árásum stórskotaliðs síðustu daga.

„Við köllum eftir því að báðar hliðar haldi aftur af sér til að koma í veg fyrir óþarfar blóðsúthellingar,“ sagði forsetinn eftir fund sinn með Angelu Merkel, Francois Hollande og Petro Poroshenko.

Í samtali við AFP sagði talsmaður Úkraínuhers að hermennirnir væru ekki umkringdir, en mikil spenna væri á svæðinu við Debaltseve.


Tengdar fréttir

Úkraína fær 2300 milljarða króna

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt 17,5 milljarða dollara, 2310 milljarða króna, lán fyrir Úkraínu. Lánið er hluti af efnahagsáætlun sem unnin hefur verið fyrir Úkraínu.

Obama íhugar að útvega Úkraínuher vopn

Bandaríkjaforseti segir Rússlandsstjórn ekki hafa staðið við neinar skuldbindingar sem samið var um í friðarsáttmálanum frá í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×