Enski boltinn

Meistaraheppnin með Chelsea í lokin | Sjáið sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willian fagnar sigurmarki sínu.
Willian fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty
Chelsea er áfram með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Everton í kvöld.

Chelsea-liðið þurfti að bíða eftir sigurmarkinu en það skoraði Willian á 89. mínútu.

Markið var dýrmætt enda var Everton nálægt því að halda út á Brúnni og ná að taka með sér stig heim til Liverpool.

Everton varðist mjög vel og spilaði skynsamlega í þessum leik og Chelsea-liðið hefur oftast spilað betur.

Willian hafði hinsvegar heppnina með sér í skotin sem fór í einn varnarmann Everton og í gegnm klofið á öðrum.

Mark Willian kom skömmu eftir að mark hafði verið réttilega dæmt af Chelsea vegna rangstöðu. Eftir markið lenti leikmönnum liðanna saman sem endaði með því að Gareth Barry hjá Everton og Ramires hjá Chelsea voru sendir í sturtu.

Það er hægt að sjá sigurmark Willian hér fyrir neðan.

Sigurmark Willian.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×