Viðskipti innlent

Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigurtillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni. Stefnt er að því að fullmótaðri uppbyggingar- og þróunaráætlun verði skilað í september næstkomandi.
Sigurtillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni. Stefnt er að því að fullmótaðri uppbyggingar- og þróunaráætlun verði skilað í september næstkomandi. Mynd/Isavia
Hönnunarstofan Nordic – Office of Architecture í Noregi varð hlutskörpust um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára.

Vinningstillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Hönnunarstofan hefur meðal annars áður haft með höndum stækkun flugvallanna í Osló, Björgvin og Zuzhny í Rússlandi. Verkefnastjóri tillögunnar er Hallgrímur Þór Sigurðsson og samstarfsaðili er danska ráðgjafafyrirtækið COWI.

Valnefnd var einróma í niðurstöðu sinni.Mynd/Isavia
Fyrirtækið mun á næstu mánuðum vinna að frekari útfærslu á tillögum sínum í samráði við Isavia og stefnt er á að fullmótaðri uppbyggingar- og þróunaráætlun verði skilað í september.

Verður hún unnin í samráði við hagsmunaaðila flugvallarins og verður leiðarljós í framtíðarskipulagi svæðisins, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Sex hönnunarstofur sendu inn tillögur en sýning á þeim hefur verið sett upp á skrifstofum Isavia á þriðju hæð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Sýningin verður opin almenningi frá klukkan 9-16 alla virka daga fram til 20. mars. Nánari upplýsingar er að finna á vef Isavia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×