Kirkjur vilja halda í guðlastsákvæði í hegningarlögum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 10:55 Helgi Hrafn vill afnema ákvæði um guðlast í hegningarlögum. Vísir/Getty Images/GVA Prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík, Kristinn Ásgrímsson, segir að hræsni gæti í flutningi tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata um afnám við ákvæði hegningarlaga um guðlast. Segir hann að fyrst afnema eigi refsingu við guðlasti eigi líka að afnema refsingu við því að opinberlega hæðast að, rógbera, smána eða ógna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.Kristinn Ásgrímsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík.„Ef við ætlum að hafa lög sem vernda tjáningarfrelsi, verða allir að sitja við sama borð. Ef ekki má mæla gegn, „guði tíðarandans" og það er refsivert, af hverju þá að afnema lög sem hefta fólk í að lastmæla Guði skaparanum, almennu velsæmi og koma fram af virðingu,“ skrifar Kristinn í umsögn um frumvarpið.Tekur dæmi af Snorra og ÁsmundiTekur hann sem dæmi málaferli Akureyrarbæjar gegn Snorra Óskarssyni, kennara sem kenndur er við Betel. „Skoðun Akureyrarbæjar er að kennarinn hafi viðhaft meiðandi ummæli, eða að mínu mati guðlast, hins vegar ekki gegn Guði himinsins , heldur svokölluðum guði tíðarandans,“ segir hann.Snorri Óskarsson, kennari kenndur við Betel.Vísir/AuðunnÞá talar hann einnig um gagnrýni sem Ásmundur Friðriksson þingmaður sætti eftir að hann tjáði sig um bakgrunnsskoðun á múslímum. „Undirritaður þurfti að sæta slíkri bakgrunnsskoðun, (vegna stafs síns) þrátt fyrir að vera kristinn. Eiga lög að mismuna á grundvelli trúarskoðana?“ skrifar Kristinn. Í umsögninni segir hann að málefnaleg rök um íslam eða samkynhneigð séu yfirleitt flokkuð sem rasismi eða hatursumræða.Lögleiða hatursorðræðuHelgi Guðnason sendi inn umsögn fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu þar sem hann mótmælir breytingunni. „Með því að afnema núgildandi lög um guðlast er verið að lögleiða hatursorðræðu. Lögin banna ekki frjálsa tjáningu skoðana, þau banna ekki gagnrýni á trúarbrögð, þau banna skrumskælingu, háð og fordómahvetjandi tjáningu,“ skrifar hann í umsögn kirkjunnar. Kirkjan leggur til að nafni laganna verði breytt eða að lögin verði felld inn í lög gegn hatursorðræðu. Kaþólska kirkjan er á móti frumvarpinu.Vísir/EinarKaþólska kirkjan leggst einnig gegn breytingunum í umsögn, sem send er fyrir hönd kirkjunnar og Péturs Bürcher Reykjavíkurbiskups. „Verði 125. gr. almennra hegningarlaga afnumin þá er í raun verið að opna á að beita megi safnaðarmeðlimi trúfélags opinberri smán þeim til háðs og minnkunar,“ segir í umsögninni. Hefðu ekki átt að birta teikningarnarÓlafur Eggertsson, formaður Berunessóknar, segir í umsögn sóknarinnar einfaldlega: „Er alfarið á móti efni frumvarpsins.“ Í greinargerð með umsögninni segir hann að mannlegt samfélag muni alltaf þurfa einhvern lagaramma sem veitir aðhald og leiðbeinir um samskipti, framkomu og margs konar grundvallarreglur, við það höfum við, sem og aðrar siðmenntaðar þjóðir búið, svo í samskiptum sem öðru. Í greinargerð frumvarpsins er meðal annars minnst á árásir hryðjuverkamanna á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo í París. Ólafur virðist ekki sammála því að árásin séu rök fyrir breytingum á guðlastsákvæðinu. „Jótlandspósturinn og Charle Hebdo hefðu átt að hugsa sig tvisvar um áður en móðgandi umfjöllun þeirra um Múhameðstrú var birt,“ skrifar hann.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/GVABiskupinn styður frumvarpiðÞjóðkirkjan styður þó breytingarnar. Í umsögn sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi inn kemur fram að á kirkjuþingi í janúar 2015 hafi verið ályktað um stuðning við breytingarnar. „Biskup Íslands telur að lagaheimildir sem setja tjáningarfrelsinu skorður með þessum hætti standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda og að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis,“ segir hún. Ríkissaksóknari hefur einnig skilað inn umsögn þar sem lýst er yfir stuðningi við breytingarnar sem og Vantrú og Siðmennt, skráð lífskoðunarfélags. Alþingi Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík, Kristinn Ásgrímsson, segir að hræsni gæti í flutningi tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata um afnám við ákvæði hegningarlaga um guðlast. Segir hann að fyrst afnema eigi refsingu við guðlasti eigi líka að afnema refsingu við því að opinberlega hæðast að, rógbera, smána eða ógna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.Kristinn Ásgrímsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík.„Ef við ætlum að hafa lög sem vernda tjáningarfrelsi, verða allir að sitja við sama borð. Ef ekki má mæla gegn, „guði tíðarandans" og það er refsivert, af hverju þá að afnema lög sem hefta fólk í að lastmæla Guði skaparanum, almennu velsæmi og koma fram af virðingu,“ skrifar Kristinn í umsögn um frumvarpið.Tekur dæmi af Snorra og ÁsmundiTekur hann sem dæmi málaferli Akureyrarbæjar gegn Snorra Óskarssyni, kennara sem kenndur er við Betel. „Skoðun Akureyrarbæjar er að kennarinn hafi viðhaft meiðandi ummæli, eða að mínu mati guðlast, hins vegar ekki gegn Guði himinsins , heldur svokölluðum guði tíðarandans,“ segir hann.Snorri Óskarsson, kennari kenndur við Betel.Vísir/AuðunnÞá talar hann einnig um gagnrýni sem Ásmundur Friðriksson þingmaður sætti eftir að hann tjáði sig um bakgrunnsskoðun á múslímum. „Undirritaður þurfti að sæta slíkri bakgrunnsskoðun, (vegna stafs síns) þrátt fyrir að vera kristinn. Eiga lög að mismuna á grundvelli trúarskoðana?“ skrifar Kristinn. Í umsögninni segir hann að málefnaleg rök um íslam eða samkynhneigð séu yfirleitt flokkuð sem rasismi eða hatursumræða.Lögleiða hatursorðræðuHelgi Guðnason sendi inn umsögn fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu þar sem hann mótmælir breytingunni. „Með því að afnema núgildandi lög um guðlast er verið að lögleiða hatursorðræðu. Lögin banna ekki frjálsa tjáningu skoðana, þau banna ekki gagnrýni á trúarbrögð, þau banna skrumskælingu, háð og fordómahvetjandi tjáningu,“ skrifar hann í umsögn kirkjunnar. Kirkjan leggur til að nafni laganna verði breytt eða að lögin verði felld inn í lög gegn hatursorðræðu. Kaþólska kirkjan er á móti frumvarpinu.Vísir/EinarKaþólska kirkjan leggst einnig gegn breytingunum í umsögn, sem send er fyrir hönd kirkjunnar og Péturs Bürcher Reykjavíkurbiskups. „Verði 125. gr. almennra hegningarlaga afnumin þá er í raun verið að opna á að beita megi safnaðarmeðlimi trúfélags opinberri smán þeim til háðs og minnkunar,“ segir í umsögninni. Hefðu ekki átt að birta teikningarnarÓlafur Eggertsson, formaður Berunessóknar, segir í umsögn sóknarinnar einfaldlega: „Er alfarið á móti efni frumvarpsins.“ Í greinargerð með umsögninni segir hann að mannlegt samfélag muni alltaf þurfa einhvern lagaramma sem veitir aðhald og leiðbeinir um samskipti, framkomu og margs konar grundvallarreglur, við það höfum við, sem og aðrar siðmenntaðar þjóðir búið, svo í samskiptum sem öðru. Í greinargerð frumvarpsins er meðal annars minnst á árásir hryðjuverkamanna á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo í París. Ólafur virðist ekki sammála því að árásin séu rök fyrir breytingum á guðlastsákvæðinu. „Jótlandspósturinn og Charle Hebdo hefðu átt að hugsa sig tvisvar um áður en móðgandi umfjöllun þeirra um Múhameðstrú var birt,“ skrifar hann.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/GVABiskupinn styður frumvarpiðÞjóðkirkjan styður þó breytingarnar. Í umsögn sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi inn kemur fram að á kirkjuþingi í janúar 2015 hafi verið ályktað um stuðning við breytingarnar. „Biskup Íslands telur að lagaheimildir sem setja tjáningarfrelsinu skorður með þessum hætti standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda og að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis,“ segir hún. Ríkissaksóknari hefur einnig skilað inn umsögn þar sem lýst er yfir stuðningi við breytingarnar sem og Vantrú og Siðmennt, skráð lífskoðunarfélags.
Alþingi Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira