„Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 20:48 Karl Garðarsson spyr hvers vegna hagnaður bankanna skili sér ekki í lagi vöxtum til almennings. Vísir/Valli/Pjetur Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56
Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58
Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29
Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00