Erlent

Mein Kampf endurútgefin í fyrsta sinn frá seinna stríði

Atli Ísleifsson skrifar
Mein Kampf var fyrst gefin út í Þýskalandi á árunum 1925 og 1926.
Mein Kampf var fyrst gefin út í Þýskalandi á árunum 1925 og 1926. Vísir/AFP
Til stendur að endurútgefa Mein Kampf, sjálfsævisögu Adolfs Hitler, í fyrsta sinn í Þýskalandi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í útgáfunni mun fylgja skýringartexti og gagnrýni á texta Hitlers.

Allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur verið bannað að gefa út ritið í Þýskalandi. Að sögn Washington Post hafa yfirvöld í Bæjaralandi átt útgáfuréttinn að bókinni en hann rennur út í desember.

Stofnun sem sérhæfir sig í nútímasögu mun gefa út bókina sem verður um tvö þúsund blaðsíður á lengd með skýringum og gagnrýninni. Segja talsmenn stofnunarinnar að Mein Kampf hafi mikilvægt sagnfræðilegt og kennslufræðilegt gildi.

Í frétt Time segir að samtök gyðinga hafi mótmælt útgáfunni harðlega, en búist er við að fyrstu eintökin verði komin í hillur verslana í byrjun næsta árs.

Mein Kampf var fyrst gefin út í Þýskalandi á árunum 1925 og 1926.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×