Erlent

Drónar halda áfram að sveima yfir París

Atli Ísleifsson skrifar
Milli klukkan 23 í gærkvöldi og tvö í nótt sást til fimm dróna.
Milli klukkan 23 í gærkvöldi og tvö í nótt sást til fimm dróna. Vísir/AFP
Aðra nóttina í röð hefur sést til fjölda dróna sveima nærri frægum kennileitum í Parísarborg. Lögregla er engu nær um hver það er sem stjórnar þeim.

Milli klukkan 23 í gærkvöldi og tvö í nótt sást til fimm dróna. Alls sáust þrír þeirra nærri hersafninu Les Invalides, Place de la Concorde og tveggja af gömlu borgarhliða Parísar.

Í frétt BBC kemur fram að ólöglegt sé að fljúga yfir borgina að næturlagi og allt lágflug krefst leyfis yfirvalda.

Aðfaranótt þriðjudagsins sást til dróna sveima nærri Eiffel-turninum og bandaríska sendiráðinu.

Myndir hafa nú náðst af drónunum og munu yfirvöld kanna upptökurnar til að reyna að hafa uppi á þeim sem stjórna þeim.

Ekki er flókið að fjárfesta í smærri drónum en vera þeirra nærri helstu kennileitum borgarinnar hafa vakið ugg á meðal lögreglu og almennra borgara. Með drónum má ná loftmyndum í háum gæðum, en ekki liggur fyrir hvort þeir sem stýra umræddum drónum hafi eitthvað illt í huga eða séu einfaldlega notaðir af áhugafólki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×