Lífið

Tíu ára þróun „viral“ myndbanda á Youtube

Samúel Karl Ólason skrifar
Viral myndbönd eru eins fjölbreytt og þau eru mörgu.
Viral myndbönd eru eins fjölbreytt og þau eru mörgu.
Youtube varð tíu ára þann 14. febrúar. Nú eru notendur síðunnar orðnir fleiri en einn milljarður og horft er á hundruð klukkustunda af myndböndum á hverjum degi. Á hverri mínútu er um það bil 300 klukkustundum af myndböndum bætt við heimasíðuna.

Á rásinni The Daily Conversation var nýlega birt myndband sem sýnir þróun myndbanda sem vakið hafa mikla lukku á Youtube. Þar má sjá mörg kunnuleg myndbönd og upplýsingar um þau.

Fyrsta myndbandið sem birtist á Youtube var myndbandið Me at the Zoo eftir Jawed.

Eins og flestir vita kannski er myndbandið við lagið Gangnam Style eftir Psy vinsælasta myndband youtube. Hér má sjá lista yfir hundrað vinsælustu myndbönd Youtube frá upphafi.

Greininni fylgir svo þetta myndband, af einni merkilegustu framboðsræðu seinni ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×