Fótbolti

Líklega samþykkt á morgun að halda HM 2022 að vetri til

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árið 2010 var tilkynnt að HM 2022 færi fram í Katar.
Árið 2010 var tilkynnt að HM 2022 færi fram í Katar. Vísir/Getty
Fjölmiðlar ytra greina frá því að líklega verði samþykkt á fundi sérstakrar nefndar um HM 2022 að halda keppnina að vetri til.

Mótið fer fram í Katar þar sem mikill hiti er yfir sumarmánuðina og er nánast ógerlegt að halda stærsta knattspyrnumót heims við slíkar aðstæður.

Talið er að ákveðið verði að mótið fari þess í stað fram í nóvember og desember það ár en fundur nefndarinnar fer fram í Doha í Katar á morgun.

Líklegt er að dagsetningar mótsins verði svo endanlega samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í mars en þetta þýðir að færa þarf til fjölda keppnistímabila í deildakeppnum víða um heim til að koma mótinu fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×