Lífið

Joan Rivers skilin útundan á Óskarnum

Atli Ísleifsson skrifar
Joan Rivers lést í september síðastliðinn.
Joan Rivers lést í september síðastliðinn. Vísir/AFP
Bandaríska sjónvarpskonan og grínistinn Joan Rivers var skilin útundan þegar látinna félaga var minnst á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt.

Rivers lést í september síðastliðinn og komst ekki á listann þrátt fyrir að hafa leikið í fjölmörgum kvikmyndum síðustu áratugi, þar á meðal Rabbit Test frá árinu 1978, The Muppets Take Manhattan frá árinu 1984 og Spaceballs frá árinu 1987.

Rivers var auk þess þekkt fyrir þátt sinn á rauða dreglinum fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð þar sem hún spurði gjarnan stjörnurnar hver hannaði fötin sem þau klæddust á hátíðinni með spurningunni „Who are you wearing?“.

Meðal þeirra sem minnst var í „In Memoriam“ innslagi næturinnar voru Gabriel Garcia Marquez, Maya Angelou, Mickey Rooney, Robin Williams og Lauren Bacall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×