Það var fjölmenni á Eddunni 2015 sem fram fór í kvöld. Kvikmyndin Vonarstræti sópaði að sér verðlaununum og fékk alls tólf verðlaun. Hátíðin fór fram í Hörpu og var leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir kynnir Eddunnar í ár.
Óvenju margar Eddur komu við sögu þetta kvöldið, því auk Eddu Bjargar, stigu á svið Edda Andrésdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Edda Hermannsdóttir og Edda Sif Pálsdóttir.
Myndir af hátíðinni má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi, en þær tók Andri Marinó, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis.
Óvenju margar Eddur í ár

Tengdar fréttir

Vonarstræti hlaut flest verðlaun
Kvikmyndin Vonarstræti sópaði að sér verðlaununum á Eddunni í kvöld.

Eddan 2015: Edda Björg tekur Vonarstræti
Bregður sér í hlutverk Þorsteins Bachman.

Eddan 2015: Edda Björg tekur Borgríki
Leikkonan og kamelljónið Edda Björg Eyjólfsdóttir brá sér í hlutverk Sigurðar Sigurjónssonar í kvikmyndinni Borgríki 2.

Eddan 2015: Edda Björg tekur Helga Björns
"Eru ekki allir sexý?“ sagði leikkonan og kamelljónið Edda Björg Eyjólfsdóttir er hún brá sér í hlutverk Helga Björnssonar í kvikmyndinni París norðursins.