Lífið

Sigmar í Kastljósi: Egill Einarsson bekkjar vissulega meira en við í Kastljósi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
,,Við rústum þeim hinsvegar í keilu."
,,Við rústum þeim hinsvegar í keilu." Vísir/GVA/Vilhelm
Egill Einarsson bekkjar vissulega meira en við í Kastljósi. En hann heyrir verr. Það kom skýrt fram að þeir sem æfa mikið (Egill er væntanlega í þeim hópi) hafi gagn af notkun fæðubótarefna. Þeir sem gaufa þrisvar í viku þurfa hinsvegar ekki á þeim að halda. Þetta er skoðun hámenntaðra næringarfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss á Facebook síðu sinni. En einkaþjálfarinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, gagnrýndi umfjöllun Kastljóss um fæðubótarefni harðlega á Twitter og í útvarpsþættinum Harmageddon á miðvikudag þar sem hann sagði meðal annars að 90 prósent af íslenskum næringarfræðingum væru með allt niðrum sig.

„Kastljós að segja mér að hætta að nota fæðubótarefni. En ég bekkja meira en allir stjórnendur þáttarins til samans. Á ég að hlusta á þá?“ sagði Egill á Twitter og vísaði í styrkleika sinn í bekkpressunni.

Sigmar gefur ekkert eftir og stendur við umfjöllun þáttarins.

Læknar hafa ítrekað varað við því að fæðubótarefni eru notuð of mikið hérlendis. Ég verð að segja, í mestu vinsemd, að þetta fólk veit meira um þetta en Egill, Arnar Grant og Ívar Guðmunds. Það skal þó viðurkennt með trega að þrímenningarnir eru með stærri bísep og taka fleiri upphýfingar með fram og afturgripi en við í Kastljósi. Snilli þeirra er sennilega meiri í standandi róðri með stöng og lunknari eru þeir í hinni klassísku æfingu Isolated Bicep curl. Við rústum þeim hinsvegar í keilu.“


Tengdar fréttir

Kraftakarlar kveinka sér undan Kastljósinu

Sigmar Guðmundsson, sem sjálfur hefur notað prótein, segir hörð viðbrögð við umfjöllun um fæðubótarefni skiljanleg – þarna eru miklir hagsmunir í húfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×