Enski boltinn

Jóhann Berg lagði upp mark í sigri Charlton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg í leik með Charlton.
Jóhann Berg í leik með Charlton. Vísir/Getty
Charlton vann í kvöld afar kærkominn 3-0 útisigur á Wigan í ensku B-deildinni.

Þetta var annar sigur liðsins í röð en liðið vann Charlton, 3-0, um síðustu helgi. Þar áður lék liðið þrettán deildarleiki í röð án sigurs.

Igor Vetokele og Frederic Bulot skoruðu fyrstu tvö mörk Charlton í kvöld en Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með liðinu og átti gott skot að marki á 74. mínútu. Boltinn fór hins vegar hárfínt yfir slána.

Jóhann Berg lagði svo upp þriðja mark leiksins fyrir Chris Eagles, fyrrum leikmann Manchester United, sem samdi við Charlton í gær til loka tímabilsins og skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Charlton er nú í tólfta sæti B-deildarinnar með 39 stig. Wigan er í næstneðsta sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×