Pálína: Væri himnasending að vinna með þriðja liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 10:00 Pálína, til hægri, verður í eldínunni gegn Keflavík í kvöld. Vísir/Stefán „Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
„Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira