Innlent

Nova segir að ekki sé hægt að setja fram fullyrðingar um njósnir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Fullyrðingar um að njósnað hafi verið um viðskiptavini núna er ekki hægt að setja fram á þessari stundu. Nova tekur fréttum af málinu alvarlega og mun aðstoða eins og hægt er við að komast að hinu rétta í málinu. Þetta segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir stundu.

Greint var frá því í morgun að bandarískir og breskir njósnarar hefðu brotist inn í kerfi hollenska fyrirtæksins Gemalto, sem er stærsti framleiðandi símkorta í heiminum. Um hundrað notendaauðkenni viðskiptavina Nova koma fyrir í umræddum gögnum.

Í tilkynningunni segir að Nova hafi ekki átt í viðskiptum við Gemalto, símkort Nova séu frá Bluefish og Oberthur. „Símafyrirtæki eru merkt með landsnúmeri, kallast MCC númer og stendur fyrir Mobile Country Code og með kerfisnúmeri, kallast MNC og stendur fyrir Mobile Network Code. Í gögnunum á netinu koma þessi númer fram og við Nova stendur 224113 en Nova á Íslandi er með 27411, mögulega er verið að rugla saman fyrirtækjum en við getum ekki fullyrt það,“ segir orðrétt í tilkynningunni.

Þá segir að Nova hafi kynnt sér fréttir af málinu en að fyrirtækið hafi ekki aðrar upplýsingar en þær sem fram koma í skýrslunni.


Tengdar fréttir

Fylgdust með farsímanotkun milljarða manna

Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, og sú breska, GCHQ, brutust inn í kerfi hollenska fyrirtækisins Gemalto sem er stærsti framleiðandi símkorta í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×