Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2024 16:23 Tómas A. Tómasson á nóg inni og er að lifa æskudrauminn. vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. „Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
„Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira